–5
Þau tóku neðanjarðarlestir þar til þau voru komin í annan bæ, marga kílómetra frá heimili hans. Þau sögðu fátt þar til hungrið fór að segja til sín.
,,Djöful er ég svangur’’ sagði Krummi og rauk inná næsta skyndibitastað og Valbrá elti hann hræðslulega. Hún greip í hann þegar henni varð litið á stóran flatskjá þar sem fréttirnar voru sýndar, það var verið að lýsa eftir þeim.
,,Komdu út, á stundinni’’ muldraði hún í eyrað á honum og dró hann út. Þegar þau voru komin út hrinti hann henni pirraður út í næsta runna og settist svo á útspreyjaðan bekk.
Hún stóð upp úr runnanum og gekk pirruð til hans.
,,Þú ert alveg óþolandi stundum’’ gargaði hún á hann. Hann leit í augun á henni og fannst í smástund eins og hann horfði á aðra manneskju þar til svipurinn á henni mildaðist og hún slakaði á.
,,Ég kom með mat’’ sagði hún og opnaði töskuna sína. Hann tók við þurru brauði og ostsneið. Þegar hún tók fyrsta bitann fór hann að hlæja.
,,Þú hefðir nú getað stolið aðeins meira’’ sagði hann og setti ostasneiðina á brauðið og fékk sér bita. Hún hunsaði hann.
,,Við verðum að finna okkur dulargervi. Tókstu pening með?’’
,,Já, kortið mitt bara’’ sagði hann og gaf henni olnbogaskot. Músinni brá svo að hún stökk af öxlinni og niður á bekkinn.
,,Og hvað áttu mikið inni á banka?’’ spurði hún og starði heilluð á kortið sem hann hafði tekið upp.
,,Ahh, fermingapeningarnir náðu alveg upp í hundrað þúsund svo það er dágóður slatti þarna’’ sagði hann og ýtti henni af bekknum.
,,Hættu þessu’’ kvartaði hún hljómlausri röddu en hann hlustaði ekki.
,,Við verðum að finna hótel eða eitthvað og plana okkur aðeins. Hingað til hefur verið frekar tilgangslaust hjá okkur.’’ Sagði hann og þau fundu fljótt lítið hótel.
,,Daginn’’ sagði fúll maður fyrir aftan hátt, svart tréborð.
,,Við viljum panta eitt herbergi með tveim rúmum’’ sagði Krummi og leit á hann undan svörtum hárflókanum.
,,Við eigum bara eitt herbergi laust og það er með einu rúmi’’ sagði maðurinn.
,,Hvað mundi það kosta?’’
,,Fjörtíu á nóttina’’ maðurinn leit út fyrir að glotta en munnurinn var samt slakur.
,,Andskotinn’’ bölvaði Krummi og þau fóru út og settust niður á nálægum leikvelli.
,,Krummi, afhverju ertu alltaf svona leiðinlegur við mig?’’ spurði hún eftir stutta þögn. Hann nálgaðist hana ógnandi, án þess að standa upp.
,,Því ég þoli þig ekki og þú ert aumingi’’
Hann hrinti henni niður og settist á hana til að halda henni niðri. Svo tók hann skóna af henni og henti þeim í poll. Það vakti upp hræðilegar minningar hjá henni.
,,Guð minn almáttugur Hrafn, farðu af mér’’ vældi hún.
,,Vina, ég læt engann í friði sem kallar mig Hrafn, það er ömurlegt nafn’’ hann ýtti henni enn fastar niður svo hún fann malbikið þrýstast í bakið á sér.
,,Gerðu það, vertu góður einu sinni, farðu af mér núna! Þetta get ég ekki’’ hálfgrét hún og reyndi af öllum kröftum að ýta honum af sér.
,,Vá, hvað er eiginlega málið með þig? Allt í einu alveg rosa viðkvæm’’ hann hló.
,,Hvað er málið með þig? Farðu af hennni manneskja’’ sagði stráksleg rödd og hópur af krökkum á aldri við þau gekk til þeirra. Krummi hló bara og tók um hendurnar á henni og hélt þeim niðri til að hún hætti að berjast um.
,,Heyrirðu í mér? Af henni!’’ endurtók strákurinn hægt en hvasst. Hann var með hálfsítt, dökkt hár og var í gráum stuttermabol og svörtum buxum úr skrýtnu efni.
,,Hvað þykist þú vera?’’ spurði Krummi og kreppti hnefana um hendurnar á henni svo neglurnar boruðust inn í úlnliðina.
Honum krossbrá þegar strákurinn hrinti honum af henni og hjálpaði henni á fætur.
,,Afhverju ertu svona viðkvæm fyrir þessu? Ég hef hrint þér, sparkað í þig og barið þig en þú hefur bara urrað á mig og gengið í burtu’’ spurði Krummi til að reyna að hunsa niðurlæginguna.
,,Fyrirgefðu að ég sé ekki boxpúði!’’ sagði hún hneyksluð á svipin.
,,Segðu mér’’ bað hann og krakkahópurinn tók undir.
,,Nei’’ sagði hún ákveðin.
Þögn.
,,Afhverju eru svona borgarkrakkar eins og þið í svona pínulitlum bæ?’’ spurði hávaxin, grönn stelpa með dökkbrúnt hár niður að mitti.
,,Hefna okkar á þeim sem við hötum’’ sagði Krummi áður en Valbrá gat sagt nokkurt.
,,Hér?’’
,,Já, við byrjuðum bara á því að flýja frá bænum okkar.’’ Valbrá yppti öxlum.
Krakkarnir hvísluðust á.
,,Viljið þið ganga í hópinn?’’ spurði dökkhærði strákurinn. Valbrá og Krummi horfðu á hann spurnaraugum.
,,Við bjuggum á munaðarleysingjahæli, sex af okkur, en strukum til að finna foreldra okkar. Við strukum í leit að betra lífi og fundum það. Við gerum ekkert annað en bara að njóta lífsins og hafa gaman’’ Útskýrði hávaxna stelpan.
,,Ég er til’’ sagði Krummi æstur.
,,Allt í lagi’’ sagði Valbrá og yppti öxlum ,,ég er með’’
,,Ég veit ekki hvort við eigum að taka við þér, þarna strákur, við viljum engin leiðindi innan hópsins.’’
,,Geriði það! Ég á foreldra sem voru vampírur og átti ömurlega ævi!’’hann setti upp viðkvæmnissvip.
Aftur þögn.
,,Afhverju ættum við að taka þig inn?’’ allir sneru sér að Valbrá.
,,Mig langar að drepa pabba minn’’ hún brosti eins og sjálfstrausti hafi verið sprautað í hana.
,,Hvað gerði hann þér?’’
Hún hallaði sér í átt að þeim og hvíslaði.
,,Ég hef orðið ólétt eftir hann tvisvar en hann barði fóstrin til dauða’’ sagði hún með störu á lítinn stein.
Hávaxna stelpan virtist í losti.
,,Greyið þú’’ sagði hún með vorkun í röddinni.
,,Búið þið eitthverstaðar?’’ spurði Krummi.
,,Já, á litlu gistiheimili. Við borgum með því að vera með atriði þrisvar í viku. Eigandinn er samt alveg við það að henda okkur út því við höfum búið þarna í tvo mánuði.’’ Sagði strákur með sólgleraugu þrátt fyrir að það væri engin sól.
,,Getum við farið þangað? Það er svo kalt úti!’’ vældi Valbrá.
,,Já’’ sagði dökkhærði strákurinn hikandi og gekk af stað.