Hún hrökk upp klukkan þrjú um nótt við vælið í eina reykskynjaranum í húsinu. Hún ætlaði að stökkva á fætur en uppgötvaði að hún var bundin við fataskáp sem var innbyggður í vegginn. Hendurnar voru bundnar saman og það sama var að segja um lappirnar.
Hún gerði tilraun til að losa hnútinn en það virkaði ekki. Hjartað hamaðist í henni þegar hún sá að logarnir höfðu komist í gegnum hurðina. Þeir flöksuðu til í vindinum sem smaug inn um gluggann sem var enn opinn eftir gærdaginn. Í örvæntingu settist hún á gólfið til að reyna að losa lappirnar en fann þá viðbjóðslega lykt. Hún leit í kringum sig og sá þá ostbita sem hún hafði gefið músinni sinni. Hann var aðeins ónýtur en músin stóð þarna samt og nartaði í hann. Valbrá teygði sig í átt að ostinum og klíndi bandinu í hann. Músin varð reið og þefaði í kringum sig í leit að ostinum og byrjaði svo að narta bandið sem ostaköggull hafði límst við. Eftir smá tíma var herbergið fullt af reyk og hún þakkaði fyrir að glugginn væri opinn því annars væri hún sennilega dáin eða meðvitundarlaus vegna reyksins. Þegar bandið var orðið nógu slitið vegna nag músarinnar sleit hún það og skreið að glugganum og lét sig velta út, löppin kræktist í glugganum og skellti honum aftur, hún mundi ekki komst inn aftur. Hún lá bara í grasinu á bak við runna og naut ferska loftsins. Hún fann hreyfingu í vasanum og létti við að finna að músin væri líka óhult.
Öskrandi slökkviliðsbíllinn brunaði eftir götunni löngu seinna og snarstansaði fyrir utan litla húsið hennar. Sjúkra- og lögreglubíll fylgdi á eftir. Valbrá fylgdist með úr runnanum.
Mennirnir voru þarna heillengi og hún sá þá aldrei fara út með pabba hennar eða mömmu. Hún heyrði þá tala um íkveikju og að ung stelpa hefði brunnið inni.
En það komst aðeins eitt að í huga hennar; pabbi hennar hafði sloppið.
Skólastjórinn kom inn í stofuna á mánudeginum og allir reistu sig við í sætunum. Krummi var kvíðinn því Valbrá hafði ekki mætt í skólann.
Skólastjórinn stóð virðulega út á miðju gólfi. Hann var með dökkt, þykkt hár og alltaf í léttri skyrtu og gallabuxum. Hann var vöðvastæltur og fyrirmynd flestra strákana enda tókst honum að vera flottur en samt virðulegur á sama tíma.
,,Mér þykir mjög leitt að tilkynna ykkur það, að talið er að Valbrá, sem er hér í bekknum, hafði brunnið inni í húsi sínu ásamt foreldrum sínum. Líkið hefur ekki fundist en engin merki eru um að hún sé lifandi, því miður’’ hann laut höfði og stelpurnar byrjuðu að gráta.
Hún hafði eytt mestpart dagsins í að ýta sér áfram á olnbogunum og þegar kvöldaði svaf hún lengi og vaknaði þegar klukkan var orðin þrjú um dag. Hún sá nokkra krakka vera að ganga heim úr skólanum og ákvað að bíða þar til þær væru farnir. Þá skreið hún yfir frosið malbikið, alla leið hinu megin við götuna þar sem var lítill skógur sem notaður var sem útivistarsvæði. Trén voru enn bara örfárra ára gömul og visin vegna frostsins. Hún hvíldi sig undir smávöxnu barrtré og leit á buxurnar sem voru sundurrifnar. Hún vissi ekki hvert hún var að fara en vildi komast sem fyrst frá þessu hverfi, hún hafði heyrt af fólki sem hafði gengið þarna hjá og ekki fundist fyr en daginn eftir, dáið.
Á miðvikudeginum, þegar allir voru komnir heim úr vinnunni og sátu við kvöldmatarborðið, byrjaði Tara skyndilega að öskra og stóð upp á stólinn sinn.
,,Hvað er að?’’ spurði Finnur.
,,Rotta! Ógeðsleg, albínóarotta!’’ skrækti hún og benti á hvíta veru sem þaut eftir gólfinu. Finnur greip kúst og ætlaði að drepa kvikindið en Krummi stoppaði hann.
,,Þetta er músin hennar Valbrá!’’ sagði hann og stökk á fætur í átt að músinni. Hann tók hana upp í lófann og virti hana fyrir sér. Hún var orðin hálfgrá, eftir að hafa verið lengi úti sennilega. Hún þefaði út í loftið og stökk upp á borðið. Týra og mamma hennar skræktu báðar og stukku frá. Vala hló hátt að þeim með Hring.
Músin gekk hratt eftir borðinu og stoppaði við skál af súpubrauði. Litlar, bleikar klærnar gripu um mylsnu fyrir neðan skálina og stungu því hratt upp í sig. Svo stökk hún upp í skálina og nartaði áfergjulega. Fólkið í kringum hana gerði hana stressaða þrátt fyrir að það væri rólegra núna. Skorpan á brauðinu var hörð sem var þægilegt því tennurnar í henni voru orðnar of langar. Þegar hún hafði borðað nægju sína stökk hún úr skálinni og af borðinu og kom sér fyrir úti í horni og svaf. Þau horfðu undrandi á þessar litlu, mjúklegu hreyfingar sem minntu mann svo á Valbrá. Músin saknaði stelpunnar en varð að fara að finna sér æti.
Krummi vaknaði seinasta daginn í nóvember við að músin væri eitthvað að klóra í kassann sem hann hafði geymt hana í hingað til. Það var helgi svo hann fór sér hægt í að koma sér úr rúminu og gefa henni. Músin tók því fagnandi og gleypti matinn af bestu lyst. Hún hafði fitnað mikið og var hreinni en hún hafði nokkurntíman verið.
Þegar hún hafði klárað tók hann hana upp og setti hana á öxlina á sér eins og Valbrá hafði alltaf gert. Þannig leið henni best. Hann andvarpaði. Í dag átti jarðaförin að vera, kistur og allt.
Hann þrammaði niður tröppurnar með hnút í maganum. Hann sá eftir því hvað hann hafði strítt henni svona mikið á meðan hún lifði. Hann greip með sér samloku sem Vala hafði smurt handa honum og fór niður í skóginn sem var bakvið hús, rétt fyrir aftan Englabrunn. Lækurinn sem rann við hlið hússins undir jörðinni, rann úr hól lengra inni í skóginum. Hann var kallaður Skýjadropi og Krummi hafði leikið mikið í honum þar til hann varð fimm ára. Rétt hjá læknum hafði Krummi fundið litla laut sem honum fannst þægilegt að vera í þegar hann nennti ekki að tala við fólk. Núna var hann á leiðinni þangað. Hann ýtti tveim stórum trjám í sundur og klofaði yfir þær. Honum krossbrá þegar hann sá hvað leyndist í lautinni hans.
Valbrá opnaði veiklulega augun þegar hún heyrði eitthvern tala við hana. Hún sá Krumma standa yfir sér en hafði ekki kraft í að hörfa. Hún gaf bara frá sér lágt væl og sneri sér á hina hliðina. Henni krossbrá þegar hann tók hana upp og bar hana heim í hús. Þar lagði hann hana á sófann og stökk upp tröppurnar. Hún fann eitthvað kitlandi upp eftir fætinum. Litlar, kunnulegar og mjúkar lappir. Þyngdin var meiri en áður svo hún gat verið viss um að það hafði verið vel hugsað um hana. Músin kúrði í lófanum á henni og sofnaði rétt áður en allt fólkið í húsinu kom stökkvandi inn í stofuna. Þau störðu á hana þar sem hún lá í sófanum með lokuð augun, drulluskítug, köld, hnén og olnbogarnir í tætlum. Það hékk band um löppina á henni sem var orðið grátt af skít. Hendurnar voru líka bundnar saman og á milli bandanna kúrði músin hennar.
Þau spurðu einskis. Tara hjálpaði henni að fara í bað og lánaði henni föt af sér sem voru reyndar allt of stór á hana því Tara var óvenju stór en Valbrá óvenju lítil. Valbrá var ýmist sofandi eða grátandi af sársauka. Á endanum hjálpaði Finnur henni að bera hana inn í gestaherbergi.
,,Hvað nú?’’ spurði hann þegar Valbrá var sofnuð og þau höfðu beðið þjónustustúlkuna þeirra að gæta hennar vel.
,,Ég bara veit það ekki. Eigum við ekki að hringja í foreldra hennar?’’ spurði hann. Tara hristi hausinn.
,,Þau eiga að hafa brunnið inni líka en þetta er eitthvað skrýtið. Ekki mjög nákvæm rannsókn en fyrst Valbrá er lifandi hversvegna ekki mamma hennar og pabbi?’’
Hann yppti öxlum og leit á föla veruna í rúminu. Hún andaði hægt og þar sem umbúðirnar um rifnar lappirnar og hendurnar voru kom bunga á sængina.
,,Og það er líka eitt sem ég get ekki beðið eftir að spurja hana að, hversvegna var hún bundin eiginlega?’’ spurði Finnur. Tara hristi hausinn.
,,Ég bara skil þetta ekki’’