Frumraunin í að skrifa smásögu, athugasemdir vel þegnar :)
,, Loksins“ hugsaði hún á meðan hún svipaðist um eftir bílastæði,hún var snögg að finna stæði enda fáir svona snemma dags á bílastæðinu. Hún lagði, steig út úr bílnum og gekk í átt að flugvallarbyggingunni.
Hún gekk inn um dyrnar á glæsilegri byggingunni, ásamt fleirum sem voru þarna í sama erindi og hún, að taka hlýlega á móti flugþreyttum ástvinum. Eftir dálitla leit rak hún augun í skilti þar sem stóð MÓTTÖKUSALUR. Hún flýtti sér þangað,vélin myndi lenda á hverri mínútu. Þarna stóð hún, í morgunsárinu, ásamt um það bil tíu manns og beið í ofvæni eftir að farþegar vélarinnar stigu í gegnum stóru,ljósu rennihurðina.
Hnúturinn í maganum á henni magnaðist með hverri sekúndu enda liðinn þónokkur tíma síðan hún sá hann síðast. Loksins rann hurðina til hliðar en, henni til mikilla vonbrigða, var þetta ekki hann. Farþegarnir komu einn af öðrum í gegnum hurðina en aldrei var þetta hann. Hún sá gleðina sem myndaðist þegar fólkið sem beið í móttökusalnum sá ástvin stígu í gegnum hurðina og hlakkaði mikið til að kasta sér í fangið á honum. Eftir langa bið var hún orðin óþolinmóð ,,Hvar er hann?!“ hugsaði hún,enda gat hún varla beðið eftir að sjá hann. Allir sem höfðu beðið með henni voru horfnir á braut, með ástvininn með sér. Hún gekk fram og til baka og leit í sífellu á símann sinn,vonandi myndi hann láta heyra í sér.. en ekkert kom.
Loksins heyrði hún hurðina renna til hliðar og afsakanir flugvallarstarfsmanns ómuðu um ,,Afsakðu miskilninginn herra.. og töfina!“ Þegar hún leit á farþegann sem út steig lýstist andlitið upp og stórt bros myndaðist. Hann var kominn.