Þið vitið dagarnir sem maður gerir ekkert, liggur uppí rúmi og hefur það, well, frábært.
Dagurinn líður á enda og fyrr en varir er komið myrkur úti.
Þér líður vel, sama hvort þér sé heitt eða kalt. Líkaminn er ekki lengur hluti af því sem lætur þér líða vel heldur líður þér vel í sálinni, hjartanu, huganum.
Eitthvað inní þér veitir þér ró.
Þér væri sama þó heimurinn myndi farast, bara á meðan þér liði svona, þú ert einstök manneskja meðal þín sjálfs. Ekkert að hugsa um, ekkert að hafa áhyggur af.
Þú svífur frjáls á þínu skýi, áhyggjurnar liggja meðal fólksins niðri á jörðinni.
Veðrabreytingar.
Skýið leysist upp, þú hrapar til jarðar.
Þér er þröngvað inn í veruleikann eins og nýfæddu barni, eini munurinn er sá að þú skilur.
Barnið er enn laust við áhyggjur sem koma bara síðar meðan þér er þröngvað inn í heim misskilnings og svika.
Nú sérðu hverjir standa þér næst. Hverjir eru virkilega þínir.
Róin er enn til staðar, en hún er ekki eins, ekki eins… hamingjusöm.
Róin sem þú finnur núna er einmanaleiki, uppgjöf.
Þig langar að bíða næstu sólarupprásar og bara horfa á hafið þar til sólin sest aftur.
Ekkert skiptir þig máli núna, engin.
Það þarf ekki aðra til að stjórna veðrinu inní hausnum á þér.
Lognið var í raun ekkert nema lognið á undan storminum, en stormurinn er kannski ekki svo slæmur.
Þú ert í auga bylsins, þögnin blasir aftur við og allt er róleg þar sem þú ert, en í kring um líkama þinn er stormur. Stormur sem skemmir allt nema þig.
Þú ert það sem skiptir máli og meðan þú ert í auga bylsins hefurðu ekkert að óttast.


Þið verðið að afsaka, langaði bara að setja þetta einhverstaðar.
Nafnið ætti að útskýra sig sjálft

Bætt við 14. desember 2008 - 18:38
Þú setur á þetta eina lag sem lætur þér líða eins og merkilegustu manneskju í heimi og spilar það aftur og aftur og aftur og aftur.
Augun þín lokast og eina sem til í heiminum ert þú og þetta lag.