Ég er aðeins byrjuð á númer tvö og mun setja fyrsta kaflann inn bráðlega. Ég mun ekki vera neitt ofsalega dugleg því ég hef ekki mikinn tíma í það. Hér er smá ‘'trailer’' úr sögunni;

Sólin skein inn um gluggann á litlu herbergi í hvítu húsi með stórum garði. Hún lýsti upp rykið svo stelpunni sem sat á rúminu hryllti við. Hún hafði ekki vitað að það væri svona mikið af ryki hérna. Hún lagðist á magann og svipaðist um eftir músinni sinni og sá hana loks í búrinu sínu, étandi. Stelpan hló hátt af ánægju og gekk að búrinu og tók músina upp og settist svo aftur á rúmið með músina í fanginu. Þetta var hvít mús með skærrauð augu sem virtust alltaf horfa blíðlega á stelpuna. Hún strauk silkimjúkan feldinn og greip utan um mjótt skottið með tveim fingrum. Skyndilega stóð músin upp á tvo fætur, þefaði út í loftið og stökk síðan niður úr rúminu og inn í búrið sitt. Stelpan horfði undrandi á hana en hafði annað að hugsa um þegar hurðinni var hent upp.
Hún setti upp hræðslusvip.
,,Farðu!’’
Hurðinni var lokað en hann fór ekki út.
Hún stóð upp af rúminu og ætlaði að fara út sjálf en hann greip um upphandlegginn á henni.
,,Farðu! Ég bið þig’’ hún togaði í höndina á sér en hann var miklu stærri og sterkari.
,,Hættu að streitast á móti, það virkar ekki, þú veist það!’’

Endilega látið í ykkur heyra! Ef enginn les þetta hætti ég bara að senda þetta inn því ég skrifa þessa sögu eingöngu mér til skemmtunar ^^