Viltur
Ingvar fraus þegar öryggisvarnarkerfið þaut í gang. Hjartað dundi í takt við háværa bjölluna og það eina sem Ingvar gat hugsað um var hvernig hann ætti að komast út. Hann brunaði í gegnum búðina og sparkaði niður hurðina á skrifstofunni. „Tvær mínútur þangað til löggan kemur !“ hugsaði hann en hann var búinn að reikna það út að löggan kæmi rúmlega þremur mínútum eftir að þjófavarnarkerfið færi í gang. Meðan hann braut skúffuna sem var peningurinn var geymdur í hugsaði hann um líf sitt. Allt það sem hann hafði haft en kastaði frá sér. Þegar hann var kominn með peningana hljóp hann eins hratt og hann gat út. Hann hljóp upp nokkrar götur en stansaði svo skyndilega. „Hvað er að mér ! hví er ég að panika svona mikið“ hugsaði Ingvar og sneri við og faldi sig í runna í sjónfæri við búðina. „Ekki feitur séns í helvíti að þeir eigi eftir að koma auga á mig“ tuldraði hann fyrir munni sér. Skömmu síðar komu tveir lögreglubílar og bíll eigandans. Eigandinn opnaði búðina og þeir fóru allir inn. Stuttu seinna var slökt á viðvörunarbjöllunni og mennirnir komu aftur út. Eftir stutta leit fóru þeir. Ingvar hélt um brjóstið og fann hvernig hjartað sló ótt og títt. Núna vissi hann hvað það væri að vera lifandi..