Þetta er síðasti hlutinn sem ég mun senda hérna inn í bili. Kannski byrja ég aftur á næsta ári en þá örugglega bara á síðunni minni.
,,Vala ég ætla að segja þér sögu’’ sagði blíðleg rödd.
Hún kinkaði kolli og lokaði augunum og naut þess að láta lækinn leika um lappirnar á henni. Hún lá á bakinu á bakkanum og hafði brett buxurnar upp að hné og stungið löppunum ofan í volgan lækinn. Hringur sat við höfuðið á henni og strauk henni um andlitið. Rétt hjá þeim lá Krummi á flísteppi, undir stóru tré sem slútaði tignarlega yfir læknum, steinsofandi.
,,Þú veist að pabbi minn, Hrafnar, er dáinn.’’ Hann sagði þetta meira eins og staðreynd en spurningu en hún kinkaði samt kolli.
,,Það var hann sem kom mér og Týru út í þetta rugl með vampírurnar. Hann ásamt nokkrum félögum sínum rannsökuðu vampírur, þá meina ég svona eins og leðurblökur, og þeir komust að því hvernig ætti að verða svoleiðis sjálfur. Þeir þorðu því samt ekki og bönnuðu pabba að koma nálægt þessu því hann var óður í að prófa. Auðvitað stal hann þessu og tók það inn. Eftir það drap hann helling af fólki en náðist loks og var stungið inn í steininn. Þar dó hann vegna sólarljóssins og blóðskorts.’’
,,Afhverju er Krummi ekki dáinn vegna sólarinnar?’’ spurði hún.
,,Ég bara veit það ekki, kannski því hann er bara barn’’
Enn og aftur kinkaði hún kolli. Hún hafði ekki enn opnað augun og naut þess bara að láta hann gæla við mjúkt andlitið. Hún hugsaði í rólegheitum um söguna sem hann hafði sagt henni og meðtók það með ró. Hann beygði sig niður og kyssti hana á kinnina. Þá loks opnaði hún augun, settist upp og brosti. Þau höfðu ekki talað mikið, bara notið þess að vera saman í heitu sumrinu.
,,Heitir þessi lækur eitthvað?’’ spurði hún loks.
,,Já, reyndar, ég man það bara ekki í augnarblikinu.’’ Svaraði hann og klæddi sig úr skónum og stakk fótunum ofan í við hliðina á henni. Hann krækti hægri fætinum um vinstri kálfann á henni og hún kippti löppinni að sér og hló.
,,Þetta kitlar’’ skrækti hún.
Hann þurrkaði vatn, sem hafði skvest framan í hann, af sér og réðst á hana. Hann greip um mittið á henni og ýtti henni niður og kitlaði hana. Hún veinaði af hlátri og hljóp af stað og hann hljóp á eftir og svoleiðis gekk þetta þar til hún gafst upp. Þau lágu hlæjandi í smástund þar til hann rauf þögnina.
,,Núna man ég hvað hann heitir.’’ Sagði hann.
,,Hann hver?’’ spurði Vala, enn hálfhlæjandi.
,,Lækurinn’’ sagði hann og þóttist ætla að kitla hana og hún skrækti en hann tók bara utan um hana og hló.
,,Hvað heitir hann?’’ spurði hún.
,,Skýjadropi’’ sagði hann og glotti. Hún hló.
,,Skrýtið’’ sagði hún.
Krummi var vaknaður og byrjaði að væla svo hún tók hann í fangið.
,,Ég veit.’’ Sagði hún skyndilega ,,sækjum sundfötin okkar og förum með krumma út í læk að busla smá til að æfa okkur fyrir morgundaginn. Þá er annar tíminn í ungbarnasundi! Hlakkarðu ekki til Krummi litli?’’
Þau skruppu inn og sóttu sundfötin og fóru svo aftur út. Hún setti strákinn í vatnshelda bleyju og klæddi hann í pínulitla sundskýlu. Svo fór hún í bikiní sem Tara hafði lánað henni. Þau voru skærrauð með svörtum blómum. Hún settist ofan í lækinn hjá Hring en kipptist við þegar hún fann að hann var kaldari en hann hafði virst þegar hún stakk tánum ofan í. Hann hló að henni og tók við Krumma og leyfði honum að busla smávegis eins og þeim hafði verið kennt í ungbarnasundinu. Hann þreyttist samt fljótt og á endanum þurrkuðu þau honum og settu hann í föt og lögðu hann á flísteppið aftur. Þegar hann var sofnaður kúrðu þau bara upp við hvort annað og létu fara vel um sig á sandbotni lækjarins.
Skyndilega hló hún og hann leit undrandi á hana.
,,Mannstu þegar við hittumst fyrst eftir að ég fór frá hótelinu eða hvað sem þetta var sem við bjuggum í?’’ spurði hún.
,,Nei’’ sagði hann og tók fastar utan um hana.
,,Þá fannst mér þú vera svo rosalega fallegur að ég gat varla talað og horfði bara niður fyrir mig og roðnaði.’’ hún leit upp til hans og sá að hann brosti.
,,Ég var líka glaður að sjá þig aftur’’ sagði hann og hún skælbrosti
,,Heyrðu! Ekki eigið þið myndbandstæki?’’ spurði hún skyndilega eftir smástund og stóð upp og steig upp á bakkann. Hann tók Krumma í fangið og elti hana inn.
,,Jú’’ sagði hann þegar þau voru komin inn ,,afhverju?’’
,,Ég hef gengið með spólu á mér frá því ég var fjórtán ára og ég get ekki annað en sýnt þér hana. Ég lofaði mömmu að sýna manninum mínum hana.
Hann fór með hana upp í herbergi og lagði Krumma þar í rúmið. Svo dró hann myndbandstæki undan rúminu og stakk því í samband við sjónvarpið. Hún stakk síðan spólu inn í tækið
,,Þetta var tekið upp í skólanum mínum. Allir krakkarnir áttu að gera svona en það endaði þannig að ég var sú eina því ég var sú eina sem þorði’’ hún hló og setti spóluna í gang. Svo settust þau í rúmið og horfðu.
,,Jæja Berglind litla, hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór?’’ spurði rödd kennarans hennar.
,,Ég ætla að verða dýralæknir’’ sagði stolt stelpa sem hafði misst tvær tennur í neðri góm.
,,Hvar ætlarðu að búa?’’
,,Uppi í sveit með fimm hundum, tvem hestum og tíu köttum!’’
,,Engum manni?’’
,,Nauts!’’ hún gretti sig.
,,Ætlarðu aldrei að gifta þig og eignast börn?’’ spurði röddin undrandi.
,,Nei, aldrei, ojbara, vissirðu ekki að maður á að kyssa kallinn á munninn þegar maður giftir sig?’’ spurði hún ,,kannski ættleiði ég bara barn sem getur hjálpað mér að hugsa um hundana!’’
Kennarinn tók hláturskast og stoppaði síðan myndavélina.
,,Þú hefur greinilega logið, Berglind litla.’’ Sagði Hringur hlæjandi og kyssti hana á munninn.