Ég var að velta aðeins fyrir mér tilgangi þessa áhugamál.
Einhvernvegin held ég að flestir sem stunda þetta áhugamál séu semi skúffuskáld og séu að fikra sig áfram í þeim efnum eða séu sérstakir áhguamenn um smásögur og finnist gaman að lesa þær.
En ég var að velta því fyrir mér. Ef maður sendir sögu hingað inn, er það ekki í flestum tilfellum í von um gagnrýni eða ‘feedback’ á söguna?
Ef maður fær gagnrýnandi, nytsamleg og uppbyggjandi athugasemdir getur maður bætt sig sem höfundur og einhvernvegin ákvað ég að gera ráð fyrir því að það hlyti að vera sameiginlegt markmið þeirra sem skrifa.
Síðan, þeir sem lesa smásögurnar. Afhverju finnst ykkur gaman að lesa þær. Hafið þið engar skoðanir á því sem þið lesið? Er rosalega erfitt að deila með höfundi og lesendum hvað þér fannst?
Getum við ekki verið duglegri við að lesa og ‘kommenta’.
Í mörgum tilfellum eru rosalega margir lestrar á sögur og þær fá örfá ef einhver álit.
Ég held að til þess að halda þessu áhugamáli virku verðum við að hjálpast að við að lesa og ‘kommenta’ hvort hjá öðru.
Það er minnsta mál þegar maður er búinn að lesa að segja hvað manni finnst, þarf ekkert að vera langt.
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]