Hún hljóp eins og hún gat en komst ekkert áfram. Þegar hún sá að það var vonlaust stansaði hún og leyfði honum að koma nær. Þegar hann var hálfu skrefi frá henni leit hún á hann. Þetta var bara dökkhærður strákur, sjö eða átta ára, en augnaráðið var ekkert nema illska. Hún veinaði af skelfingu þegar strákurinn talaði til hennar.
,,Mamma’’


,,Vala? Ertu vöknuð?’’ sagði blíðleg, kunnuleg rödd. Hún brosti, þrátt fyrir yfirþyrmandi sársauka í öllum skrokknum og þungri þreytu. Hún mundi drauminn ekki lengur. Hún sá dagatal á veggnum, það var búið að gera bláan hring utan um daginn í dag, þrítugasti mars.
,,Við skulum koma með hann’’ sagði röddin í ljósmóðurinni.
Eitthvað þungt var lagt í fangið á henni. Hún opnaði augun og leit á son sinn, hún átti hann, hann var hennar og enginn gat tekið hann frá henni. Enginn.
Saklaus blá augun, sem seinna mundu fá dekkri lit, störðu á hana. Svart hárið var blautt eftir baðið og lítill munnurinn leit út fyrir að vera að smjatta á eitthverju.
Öllum óvörum fór hann að hágráta. Hann orgaði af öllum lífs og sálar kröftum. Vala saup hveljur þegar hún sá upp í hann og leit á Hring. Hann horfði spurnaraugum á hana.
,,Ég skal hjálpa þér að setja hann á brjóst’’ sagði ljósmóðirin og hjálpaði henni blíðlega ,,svo skal ég leyfa ykkur að vera einum í smástund’’
Strákurinn hætti að gráta þegar hún var farin út. Vala andvarpaði fegin og hallaði aftur hausnum.
,,Hringur. Hann varð ekki eðlilegur með mér’’ sagði hún alvörugefin, án þess að líta á Hring.
,,Hvað? Hvernig veistu?’’ spurði hann.
,,Tvær tennur, rosalega beittar, finn ég núna. Augntennurnar eru komnar! Núna! Hann fæddist fyrir tveim klukkustundum!’’ hún vældi þegar strákurinn beit hana fast og hagræddi honum aðeins.
,,Nú líst mér ekki á það’’ sagði hann hræðslulega þegar blóðið byrjaði að leka.
,,Við getum bara beðið hann sem lagaði mig að laga hann!’’ sagði hún skyndilega og vonarglampi sást í augunum. Hún skipti um brjóst á meðan Hringur hugsaði.
,,Það er ekki hægt að laga hann Vala, hann fæddist svona, það er eins og þú vildir láta breyta þér í eitthvað annað en þú ert.’’
Hún laut höfði og fitlaði hrygg á svip við trúlofunarhringinn.

Hún vafði honum í flísteppi yfir prjónafötin sem Tara hafði gert og gekk svo af stað út í bíl. Hringur opnaði fyrir henni og kom henni á óvart með nýjum barnastól. Hann hjálpaði henni að koma stráknum fyrir og svo settust þau fram í.
Hún var sífellt að snúa sér við eða gjóta augunum á baksýnisspegilinn til að sjá hvort það væri ekki allt í lagi með drenginn.
Henni fannst gott að halda á honum aftur í fangi sér, þar var hann öruggur. Svo gengu þau inn í húsið. Þar tóku allir á móti henni og dáðust að stráknum. Eftir smástund spurði Tara brosandi;
,,Hvað ætlið þið að skíra hann? Kannski eftir afanum?’’
,,Já! Það er sniðug hugmynd! Við héldum alltaf að hann væri stelpa svo við erum með helling af stelpunöfnum. Hringur, hvað segirðu um það? Að skíra hann Hrafnar?’’ spurði Vala.
,,Mér líst ólýsanlega vel á það!’’ sagði hann undarndi ,,við skulum samt ekki hafa það alveg eins…hvað með Hrafn?’’

,,….í nafni guðs föðurs, sonar og heilags anda, skíri ég þig Hrafn Hringsson’’ sagði presturinn hátíðlega. Vala gat ekki gert neitt annað en snöktað af hamingju og horfði ekki á neitt annað en strákinn í fangi sínu sem var klæddur í síðan skírnarkjól. Hrafn byrjaði að orga þegar vatnið var látið leka úr lófa prestsins á höfuð hans.
Í veislunni, sem var haldin heima, hrúguðust allir í kringum barnarúmið og dáðust af stráknum.
,,Krummi litli’’ sagði Tara við Hrafn sem skríkti og brosti í fyrsta sinn. Frá og með þeirri stundu festist gælunafnið við hann.

Þegar Krummi var orðinn tveggja vikna ákvað Hringur að fara að leita sér að vinnu. Finnur var að vinna í bankanum og Tara hafði skroppið út í búð. Týra og Dropa voru sofandi svo Vala var hálfeinmanna.
Allir voru hræddir um að fæðingaþunglyndi hafi tekið völdin í Völu. Oft þegar Krummi fór að vola andvarpaði hún og starði reiðilega út um gluggann. Enginn af þeim vissi samt hvað hún hugsaði.
Vala sat í þungum þönkum þegar Krummi byrjaði að háorga. Hún kreppti hnefana af pirringi, barnið grét og grét en enginn vissi hvað var að. Hún prófaði að gefa honum að drekka en hann grét bara. Hún prófaði að hossa honum blíðlega upp og niður en hann grét bara enn meira. Hún þefaði af bleyjunni sem hún hafði nýlega sett á hann en hún var ennþá þur. Þegar hún lagði hann í rúmið varð henni litið á stuttar tennurnar og fékk hroll. Hún vissi skyndilega hvað var að honum, hvers vegna hann grét svona mikið.
Hún fór niður í eldhús með Krumma í fanginu og setti hann í burðarrúmið meðan hún opnaði hnífaparaskúffuna. Hún tók upp beittan hníf og virti hann aðeins fyrir sér. Hún lokaði skúffunni.
,,Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?’’ hvíslaði hún kaldhæðnislega og glotti. Hún skar um það bil sentimetra skurð á úlnliðinn og leyfði nokkrum dropum að leka í litla barnaskeið úr plasti. Svo stakk hún því upp í gargandi munnin á Krumma sem snarþagnaði.