Hún og Hringur lágu á maganum í hjónaherberginu og flettu í nafnabókum.
Þau flissuðu yfir skrýtnum nöfnum.
,,Hvað með Hilaríus?’’
,,Er það nafn?’’ hann reif bókina af henni og fer að hlægja.
Þau flettu í smástund í viðbót þar til Hringur rauf þögnina.
,,Vala’’
,,Já?’’
,,Viltu giftast mér?’’ hann sýnir henni silfurhring með litlum, dökkrauðum demanti. Hún gapti.
,,Frekar dey ég…’’ hún leit á hann og brosti ,,…en að segja nei.’’
,,Er það semsagt já?’’
,,Já! Af öllu hjarta’’ hún henti sér í fangið á honum og kyssti hann.
Í kvöldmatnum stendur Tara upp. Finnur stendur líka upp.
,,Við erum með tilkynningu…’’byrjar Tara. En Hringur og Vala standa líka upp.
,,Við líka.’’ Sagði Vala. Töru svelgdist á.
,,Við ætlum að gifta okkur’’ segir Hringur og tekur með annari hendi um mittið á Völu.
Týra frussar vatni út um nefið.
,,Hvað…?’’
Tara brosir.
,,Við líka’’ segir hún.
Þögnin var yfirþyrmandi, vandræðaleg en samt hamingjurík. Vala táraðist af eintómri gleði.
Þau fóru út eftir matinn til að horfa á flugeldana. Þegar klukkan var orðin ellefu skrapp Finnur niður í bæ að kaupa nokkra en hin fóru inn í hlýjuna. Tara kveikti upp í arninum og hlammaði sér niður hjá Völu.
,,Má ég sjá hringinn þinn?’’ spurði Vala spennt. Tara rétti henni höndina. Silfurhringur, ósköp venjulegur, með hvítum demanti. Tara tók hringinn af sér.
,,Það er texti innan í’’ hún rétti henni hringinn og Vala las upphátt.
,, Je t´aime?’’ hún hniklaði brýrnar. Tara hló.
,,Það er franska og þýðir ég elska þig. Finnur kann frönsku’’
Vala brosti yfir væmninni í þeim.
,,Stendur eitthvað inn í þínum?’’ spurði Tara. Vala tók hringinn af sér.
,,Já’’
Bros lék um varir hennar þegar Tara las textann upphátt.
,, Núna áttu tvo ‘hringa’ til að elska’’ hún virti hringinn aðeins fyrir sér öfundaraugum ,,afhverju setti hann rauðan stein?’’
,,Honum fannst svo sniðugt því steinninn var kallaður Vampírusteinninn í búðinni.’’ Sagði Vala brosandi og öfundin frá Töru var næstum áþreifanleg.
,,Þessi elska’’ sagði Tara.
Nokkurra sekúndna þögnin var skorin með ískrinu í dyrabjöllunni.
Fótatakið í Hring bergmálaði um stofuna þar sem hann hljóp niður tröppurnar til að opna hurðina. Raddirnar gáfu til kynna að Finnur væri kominn heim. Hringur kom inn til Völu og stelpnanna.
,,Komið út að sjá flugeldana sem Finnur er að fara að skjóta!’’
Þau stukku út á eftir honum, rétt mátulega til að sjá bleikan flugelda skjótast upp í loftið á ógnarhraða. Hann sprakk í loftinu og stuttu seinna kom hvellurinn.
Þegar klukka á kirkju í nágrenninu sló tólf, urðu hvellirnir mestir.
Vala hoppaði í fangið á Hring.
,,Gleðilegt nýtt ár!’’
Svo fóru þau inn ásamt hinum, en Finnur varð eftir til að sprengja einn í viðbót.
Vala og Hringur fóru beint upp í herbergi til að reyna að sofa. Hann lagði hana blíðlega í rúmið og lagðist svo hjá henni.
Það var samt ekki fyr en klukkutíma síðar að þau sofnuðu.
,,Elska þig’’ voru síðustu orð hans áður en hann sveif inn í draumaheiminn.