Heyriði. Ég held að ég hafi hlutana bara tuttugu. Sé til hvað ég kem miklu fyrir í næstu fjóru hlutum…

Þau stóðu í smástund í sömu stellingunni þar til Hringur rauf þögnina.
,,Var Týra leiðinleg við þig? Þið voruð bestu vinkonur!’’ sagði hann hugsi.
,,Ég trúi því bara ekki, hún er hundleiðinleg!’’ muldraði hún fýld á svip.
,,Þið hafið hvorugar ástæðu til að vera í fýlu út í hvor aðra’’ hann sleppti takinu á henni og horfði framan í hana.
,,Ekki það nei? Hún drap mig næstum!’’
Hann andvarpaði og tók í höndina á henni.
,,Við skulum tala við hana.’’ sagði hann og leiddi hana inn í húsið. Hann var feginn að komast inn í hlýjuna.
Týra leit grátbólgnum augum á þau þegar þau komu inn í eldhúsið. Hin stelpan var farin og hún sast ein við borðið.
,,Fyrirgefðu Vala’’ hvíslaði hún. Vala horfði spurnaraugum á hana.
,,Ég fyrirgef þér’’ sagði hún samt.
,,Það var bara…hún þarna, hvað sem hún heitir’’ byrjaði Týra.
,,Læða?’’ spurði Hringur og Týra kinkaði kolli.
,,Allavega, hún byrjaði eitthvað að tala um ykkur og smám saman fór ég að verða afbrýðisöm og pirruð. Líka þegar kærastinn minn hætti með mér, ekki spurja strax Hringur, þá fannst mér það vera allt Völu að kenna. Bara af eintómri afbrýðisemi.’’ sagði hún.
Hringur varð hissa á svipin.
,,Fyrirgefðu Týra, en áttir þú kærasta?’’ spurði hann. Týra vældi aumingjalega.
,,Hann var á hótelherbergi nálægt okkur…’’
,,Sagðirðu honum nokkuð eitthvað um staðinn?’’
Týra svaraði ekki. En það var nóg fyrir hann til að skilja. Hann hristi hausinn.
,,Týra, það er örugglega búið að finna, þú veist, líkamana. Það var örugglega ein af ástæðunum fyrir því að hótelið var rifið! Það er hellingur af fingraförum af okkur út um allt. Þetta er vonlaust! Við verðum að fela okkur aftur.’’
Tara gekk inn í eldhúsið.
,,Þið megið ekki fara svona strax aftur!’’ sagði hún og gekk að ískápnum.
,,Við verðum.’’ Sagði Hringur.
,,Vala getur ekki átt barnið í svona hreysi eins og hótelið var!’’ hún opnaði ískápinn og sótti jógúrt handa sér og lokaði honum aftur ,,verið bara hér áfram! Finnur er lögfræðingur og reddar öllu.’’
Hin þrjú önduðu léttar og Týra stóð upp og faðmaði Völu að sér.
,,Ég vil bara að við verðum vinkonur aftur.’’ Sagði Týra. Vala faðmaði hana fast á móti.

Þrítugasta desember fóru Týra og Vala í göngutúr. Tara hafði neytt þær til þess og sögðu að þær hefðu gott af því.
Andrúmsloftið á milli þeirra var orðið miklu léttara en það hafði verið fyrir nokkrum dögum. Þær fóru niður að lítilli tjörn á lóðinni sem var orðin að svelli. Týra steig út á það en rann beint á bakið og lá þar hlæjandi. Vala gekk til hennar og tók í hendurnar á henni.
,,Klaufinn þinn’’ svo togaði hún hana upp en datt um leið sjálf.
,,Klaufi sjálf’’ sagði Týra hlæjandi.
,,Ég vildi að ég ætti skauta’’ sagði Vala og gerði tilraun til að standa upp en það olli bara annari hlátursroku.
,,Svo þú getir sýnt ómótstæðilega hæfileika þína á svellinu?’’ spurði Týra glottandi.
,,Æi, hættu’’ Vala brosti til hennar og skildi ekki hvernig þær gátu hafa verið svona miklar óvinkonur.
,,Við verðum að komast á fætur áður en rassinn á mér frýs í gegn og dettur af!’’
,,Hættu, mig verkjar í magann af hlátri!’’

Hringur horfði á þær út um gluggann og brosti. Þær lágu í hrúgu á svellinu skellihlæjandi og rjóðar í framan af kuldanum. Hann var feginn að þær voru orðnar vinkonur aftur. Hann sneri sér við þegar hann heyrði fótatak. Ljóshærð stelpa gekk á móti honum.
,,Hæ Læða’’ sagði hann. Hún svaraði með fölsku brosi.

Dropa gekk til þeirra og þær hættu að hlæja. Hún gekk út á svellið án þess að blikna og hjálpaði þeim á fætur.
,,Ái, ég er aum’’ sagði Vala og setti upp barnalegan fýlusvip. Dropa og Týra hlógu og Vala tók undir.
Það byrjaði að rigna og svellið breyttist í slabb. Þær flýttu sér upp á bakkann.
,,Oj, nú er ég blaut á löppunum’’ sagði Dropa.
,,Komum inn bara…’’ sagði Vala og gekk áleiðis að húsinu. Stelpurnar stukku á eftir henni flissandi.
Þær stöppuðu af sér fyrir utan og gengu svo inn í andyrið. Tara kom á móti þeim ásamt Finn og þau sögðust vera á leiðinni út. Svo fóru þau. Þær fóru úr útifötunum og gengu inn í forstofuna. Húsið var frekar tómlegt núna því margir voru farnir heim til fjölskyldna sinna.
Týra fór inn í eldhús að fá sér te, Dropa fór inn í herbergið sitt að skipta um föt en Vala fór að leita að Hring. Hún fann hann inni í bókaherberginu vera að tala við Læðu. Vala fékk hroll. Læða nærðist á rifrildum.
,,Hringur?’’ hvíslaði Vala. Hann og stelpan sneru sér strax við.
Hann myndaði hjálp með vörunum.
,,Geturðu aðeins komið að hjálpa mér?’’ bætti hún svo við og leiddi hann með sér upp í herbergið þeirra.
Hún settist á rúmið.
,,Hvað er málið með hana?’’ spurði hún.
,,Æi, hún er svo viðkvæm. Hún var að segja mér að hún væri að fara til foreldra sinna og vonaðist sennilega eftir að ég bæði hana um að vera lengur.’’
Svo tók hann hana í fangið og kyssti hana á ennið.
Vala brosti. Læða var að fara. Loksins var allt fullkomið aftur.