Hún sat og var að lesa tímarit um ungabörn. Fimtán ára stelpa lá í rúminu við hliðiná henni og vildi ólm spjalla.
,,Hvað ertu gömul?’’ spurði hún Völu.
,,Nítján’’ svaraði Vala og fletti blaðinu.
,,Ertu kannski ólétt líka?’’ spurði stelpan.
,,Já’’
,,Hvað heitirðu?’’
Ekkert svar.
,,Ég heiti annars Hilda. Ég er á leiðinni í fóstureyðingu’’
Vala varð undrandi á svipinn. Sjálf hafði hún alist upp við það að vera á móti fóstureyðingum.
,,Afhverju viltu það?’’ spurði Vala.
,,Ja, afþví að pabbi minn er pabbi barnsins.’’ Sagði Hilda og yppti öxlum.
Vala ákvað að taka sér hana til fyrirmyndar. Þessi stelpa var svo glaðleg og virtist taka öllu með ró.
,,Hvernig ferðu að því að taka þessu svona rólega?’’ spurði Vala.
,,Stóra systir mín er snillingur, er það eina sem ég get sagt!’’ Hún brosir glaðlega og virðist svo fullorðnisleg andartak.
Hún var meira að segja létt máluð í framan þrátt fyrir spítalavistina. Rauðgulur augnskuggi kreisti fram hverja einustu litafrumu í augunum á henni, sem voru eins dökkgræn og nokkur augu gátu verið. Augljóslega litað hárið, var ótrúlega ljóst og ferlega úfið og passaði ekki alveg við andlitið. Hún var með skærbleikan gloss og fullkomnar tennur.
,,Og hvað…er pabbi þinn í fangelsi?’’ spurði Vala.
,,Nei, afhverju ætti hann að vera í fangelsi?’’ spurði Hildur undrandi.
Vala ræksti sig bara. Í sama bili gekk hjúkkan inn.
,,Jæja Hildur mín. Komið að stóru stundinni. Ég tala við þig á eftir, Vala’’ svo gekk hún ásamt Hildi út.

Hringur kom til að sækja hana.
,,Ég labba bara’’ segir Vala fýld.
,,Hvað er að þér? Þú drepst úr kulda.’’ Segir hann og ýtir henni inn í bílinn og sest svo sjálfur inn og startar honum ,,annars…afhverju ertu svona fúl út í mig núna? Hvað gerði ég?’’
Vala brosir.
,,Ég hef ekki hugmynd. Kannski vil ég ekki viðurkenna hvað þú ert æðislegur og sætur’’ segir hún og roðnar.
Hann kyssir hana á kinnina.
,,Þú er sæt og æðisleg líka. Ég hef alltaf vitað það.’’ sagði hann.
Hún kinkaði kolli en varð svo hugsi á svipin. Hún hafði ekki hugmynd um hvernig sambandið þeirra virkaði.
,,Hvað er langt í að þú verðir að vampíru aftur?’’ spurði hún eins og það væri hversdagslegur hlutur.
,,Bara næsta morgun. En það á víst að rífa hótelið svo við verðum öll að taka upp eðlilegt líf’’ sagði hann dapur.
,,Bíddu, missið þið þá ekki minnið eins og ég gerði?’’ spurði hún. Tara hafði sagt henni mestallt sem hafði gerst á meðan hún vara vampíra.
,,Nei. Þú ákvaðst að hafa þetta þannig að þú mundir ekki muna. Þú vildir ekki muna samband þitt við mig. Þú vildir ekki muna neitt. Svo ég varð að koma og byrja allt upp á nýtt.’’
Hún andvarpaði.
,,Ég hef verið að velta smá fyrir mér hvað er best fyrir barnið okkar’’ hún brosti dauflega.
,,Æi, ég er ekki í stuði til að tala um einhvað leiðinlegt einmitt núna’’ hann kveikti á útvarpinu og einbeitti sér betur að akstrinum.
,,Ertu búin að ákveða að barnið okkar sé leiðinlegt?’’ spurði hún móðguð.
Hann brosti og slökkti á útvarpinu. Svo snarhemlaði hann þegar hann sá að það var rautt ljós framundan.
,,Auðvitað ekki, ástin mín. Loksins kallarðu samt barnið okkar en ekki þitt’’ hann kyssir hana á kinnina og þau brosa bæði eins og ástjúkir unglingar.
,,Ég hlakka til þegar þú tekur upp eðlilegt líf, ef ég á að vera alveg hreinskilin’’

Nokkrum dögum fyrir jólin kom hann aftur. Vala var svaka glöð og faðmaði hann fast að sér. Svo leit hún út. Um það bil fjörtíu manns á aldri við hann stóðu þarna þreytuleg og horuð. Stelpa sem líktist honum mikið tróð sér á milli og faðmaði Völu.
,,Gaman að sjá þig aftur!’’ sagði hún glaðlega. Við þessi orð ruddust allir inn. Nokkrir föðmuðu hana eða jafnvel gáfu henni léttann koss á kinnina. Hún bara starði undrandi á hópinn.
,,Þetta verða sko stór jól!’’ heyrist í Töru þarna í hrúgunni. Hún hlær hamingjusömum og hvellum hlátri.
Vala brosti líka og tók í höndina á Hring og hvíslaði í eyrað á honum. Hann kinkar kolli til hennar.
,,Elska þig líka’’
Allir klappa og þau kyssast á munninn eins og í brúðkaupi. Svo hlæja allir og Völu finnst eins og hún hafði þekkt alla í mörg ár.

,,Góð tíðindi færum við til allra hér, við óskum þér góðra jóla og gleðilegs árs!’’ enduðu krakkarnir sönginn og brostu svo og réttu fram bauk.
,,Viltu gefa fátækum börnum sæmileg jól?’’ spurði rauðhærður strákur með gleraugu, hann saug upp í nefið og klóraði sér í hausnum sem var krýnd ullarhúfu. Vala brosti innilega.
,,Auðvitað vil ég það!’’ hún sneri sér hratt við svo hárið sveiflaðist í allar áttir. Hún veiddi tvo tvöþúsund króna seðla uppúr jakkavasanum sínum og tróð í baukinn. Svo faðmaði hún strákinn að sér.
,,Gangi þér vel’’ hvíslaði hún að honum. Hinir sem voru með stráknum brostu af ánægju og kíktu inn um mjóa rifuna á bauknum.
,,Mikill péníngur’’ sagði minnsta stelpan undarndi.
Rauðhærði strákurinn kinkaði kolli til stelpunnar.
,,Já Sunna, en það er ekki fyrir nammi’’ sagði hann spekingslega og leiddi hana niður tröppurnar. Augu litlu stelpunnar lýstu vonbrigðum þegar hún leit um öxl. Vala brosti og lokaði hurðinni. Jólin voru á morgun!