:| Samræmd próf á morgun!


Aftur var Vala ein heima. Finnur hafði fundið handa henni ljósaperu og hún var á leiðinni inn á bókasafn. Hringur var steinsofandi, enda svaf hann í fyrsta skipti í rúmi í tvö ár, hann hafði sofið á dýnu allann tímann á hótelinu. Hún dró stól undan borðinu og steig uppá hann til að skrúfa peruna í. Hún raulaði glaðlega og kom perunni í.
Skyndilega færðist stóllinn til. Henni krossbrá og missti jafnvægið og datt aftur fyrir sig með hausinn á undan.

Hún sá strák í móðu fyrir framan sig.
,,Aron?’’ hún strauk yfir andlitið á honum ,,Aron, ég hélt þú værir dáinn. Ég er búin að sakna þín.’’
Svo togaði hún hann til sín og faðmaði hann.
,,Þú hefur grennst’’ umlaði hún ofan í hálsakotið á honum.
,,Vala?’’ spurði strákurinn ,,er ekki allt í lagi?’’
Hún lokaði augunum aftur. Þetta var ekki Aron, og hana verkjaði í magann og hausinn.
,,Ái…’’hvíslaði hún og greip um magann.
,,Vala! Vaknaðu’’ hann sló hana létt utan undir og við það galopnaði hún augun og leit á Hring þar sem hann sat yfir henni skelkaður á svipinn ,,er allt í lagi með barnið?’’
,,Eins og þér sé ekki sama, asninn þinn’’ hún gretti sig af sársauka.
Hring langaði til að brosa. Vala sem hann þekkti var komin aftur. Það virtist bara ekki við hæfi.
,,Mér er ekki sama Vala, auðvitað ekki, segðu mér bara hvernig þér líður’’ hann strauk laust kinninni á henni en hún vék sér undan.
Hún sagði ekkert, horfði bara út í sársaukafullri grettu. Hún var ekki viss um hvort henni væri sama um barnið. Hann hringdi í neyðarlínuna og hún var sótt á börum. Hringur bjó sig undir að koma með inn í bílinn en hún mótmælti.
,,Ég vil ekki hafa hann’’ sagði hún við einn sjúkraberann sem hristi hausinn framan í Hring.

,,Fóstrið færðist bara óvenju hratt til. Það gæti hafa orðið fyrir léttu hnjaski en þú slappst furðu vel. Það er hinsvegar annað að segja um hausinn á þér, varstu ekki saumuð?’’ spurði hjúkkan blíðlega og lagaði koddann á rúminu.
,,Nei, það var ekkert svo alvarlegt’’ hún hallaði hausnum aftur ,,hvað þarf ég að vera hérna lengi?’’
,,Mesta lagi sólahring. Við viljum vera hundrað prósent um öryggi fóstursins.’’
,,Má ég vita kynið á barninu?’’ spurði Vala spennt.
,,Jaaa, ertu viss? Hefurðu talað við föðurinn?’’ spurði hjúkkan glettin.
,,Nei, mér er drullusama um hann.’’ Missti hún út úr sér. Hún hristi hausinn, stórhissa á sjálfri sér. Afhverju var hún svona á móti honum núna? ,,geturðu bannað honum að koma hingað inn? Hann á örugglega eftir að koma vælandi til mín og segja að hann vilji giftast mér eða eitthvað’’
Hjúkkan varð hissa.
,,Ó, var þetta…gegn þínum vilja eða?’’ spurði hjúkkan. Vala roðnaði.
,,Passaðu hvað þú segir, sumir eru viðkvæmir. En nei, ég er jómfrú’’ sagði Vala. Hjúkkan hló.
,,Ert þú og hann kannski vampírur sem kysstust á munninn?’’ hún skellti sér á lær og hló enn hærra ,,ekki það samt að ég trúi þessum barnasögum’’
,,Ég sagði þér að passa hvað þú segir!’’ urraði Vala ,,get ég fengið aðra hjúkku?’’
,,Ég er sú eina sem vinnur í þessari deild.’’ Umlaði hjúkkan, hún var orðin hrædd við ungu konuna.
,,Má ég hringja?’’ spurði Vala sakleysislega en var enn reiðileg í framan.
,,Sjálfsagt’’ svaraði hjúkkan og rétti henni símann sinn.
Vala sló inn númerið heima hjá Finn og sagði Töru hvað hafði gerst.
,,Farðu fram, hjúkka’’ bað Vala gremjulega. Hjúkkan fór fram en Vala hvíslaði til öryggis. ,,Tara, varð ég ekki örugglega ólétt með kossi?’’
Hún kafroðnaði af blygðun og var fegin að vera að tala í síma en ekki horfa framan í Töru.
,,Jú,’’Tara flissaði lágt ,, Samkvæmt sómadrengnum honum Hring allavega. Hann er í fýlu og vill ekki tala við mig af einhverri ástæðu en vill ólmur tala við þig, bíddu ég skal rétta honum símann’’
,,Ahh, ég þarf að hætta. Sé þig seinna í dag’’ svo skellti hún á og lagðist aftur í sjúkrarúminu. Hún sleppti því að kalla á hjúkkuna eins og hún hafði beðið hana um.

Hjúkkan kíkti á hana þegar ekkert hafði heyrst frá henni í tíu mínútur. Hún lá sofandi í rúminu með símann í fanginu. Rauðbrúnt hárið dreifðist yfir koddann og mjúkt bros lék um varir hennar.
Hjúkkan settist hjá henni og fylgdist með hjartslætti fóstursins. Skyndilega kipptist Vala snöggt við. Brosið hvarf af vörunum á henni og hún opnaði augun.
,,Ungfrú?’’ spurði hjúkkan. En Vala var ennþá sofandi. Hún lokaði augunum aftur og friður komst yfir andlitið. Hjúkkan vakti hana blíðlega. Vala reis svo hratt upp að henni svimaði. Hún leit hræðslulega á vélina sem sýndi hjartslátt fóstursins og stórlétti þegar hún sá að allt var í lagi.
,,Mig dreymdi að það væri farið….’’ hún greip um hjartað og andaði léttar.
Sími hjúkkunnar byrjaði að hringja.
,,Það er til þín’’ sagði hún og rétti Völu símann.
,,Vala?’’ hún ranghvolfdi augunum, Hringur ,,er í lagi með fóstrið? Mig dreymdi að þú hefðir misst það!’’