Ein af smásögunum úr hausnum á mér. Loksins búin að koma einhverju úr honum, endilega gagngrýnið :)
Nei þarna kemur hann. Strákurinn sem ég hefði minnst í veröldinni viljað sjá. Ég var á fótboltaæfingu og var rauð og sveitt. Kemur hann alveg sallarólegur að fara á sína æfingu. Þegar klukkan slær átt er æfingin búin ég hleyp út og heim. Bara til að sjá hann sem minnst . Daginn eftir sé ég hann aftur í skólanum. Við vorum saman í framhaldskóla hann bara einu ári eldri. Ég hafi aldrei þolað þennan dreng, óþolandi stríddi mér mikið þegar við vorum yngri. Hann brosir til mín á ganginum. Hvað í fjandanum hugsa ég ?
Maðurinn hefur nánast aldrei talað við mig nema til þess að stríða mér. Jæja. Látum okkur hafa það. Hann heilsar og segir að ég hafi skorað flott mark á æfingu í gærkvöldi. Beint úr aukaspyrnu. Ég verð pirruð. Fótbolti. Gat nú verið að hann færi bara að tala um fótbolta við mig. Liverpool segirðu ?
-„Ég sagði það aldrei“ sagði ég og hló.
-„Nei meina bolurinn sem þú varst í í gær“ svarar hann.
-„Já ég held með Liverpool. Hvað með það ?“ spyr ég pirruð.
-„Róleg sko. Ég held bara með Manchester United.“segir hann og brosir. Gætu það verið meiri vonbryggði ? Bjallan hringir og við förum sitt í hvorn tímann.
Að mér hafi einhvertíman dottið í hug að þetta yrði verðandi maðurinn minn.