Ahh, kannski ég hefði ekki átt að skrifa seinasti hluti við tíunda hlutann ;D
Annars þá er líklegt að ég geti sent um einn hluta á 1-2 vikna fresti…
Fyrir þá sem skilja ekki ættina:
Tara er mamma Hrings en pabbi hans er dáinn. Tara er líka þjónustustúlka hjá bróður pabba hans.
Vala sat í stól fyrir utan fundarherbergið og var að hlera eins og vanalega. Finnur og Tara voru þar að tala saman en Tara virtist vera við það að strunsa út því Finnur var sífellt að fíflast. Vala andvarpaði og strauk tveggja mánaða gamalli bumbunni.
,,…ef hann kemur á hún eftir að verða hrædd! Hann er eiginlega fallegri útgáfa af þér. Réttara sagt eins og pabbi sinn, Hrafnar, plús allt það fallega í mér’’ segir Tara fúl við Finn. Vala glotti. Hún ákvað að koma þeim á óvart og verða glöð. Ef hann skyldi nú koma…
,,Hann má ekki koma! Mig vantar konu. Það er ekkert skemmtilegt að búa einn í risastóru húsi!’’ sagði Finnur. Tara hló.
,,Hún er svo sannarlega ekki rétta konan fyrir þig! Og vona innilega að hann komi og sækji það sem er hans eign.’’ Segir Tara.
,,Eign? Ég gæti alveg eins gifst henni, ég er jafngamall og hann!’’ sagði Finnur mógaður.
,,En lítur ekki út fyrir að vera það’’ hóstaði Tara og gekk út. Vala þóttist vera nýkomin að dyrunum og brosti.
,,Ég var að leita að þér, Tara! Mig langar í lykilinn að bókasafninu’’ laug Vala. Tara sá í gegnum hana og hallaði undir flatt með kaldhæðni í svipnum.
,,Örugglega’’ hún hristir hausinn og fer inn í borðsalinn og tekur af borðinu eftir kvöldmatinn.
,,En Tara! Ég þarf í alvöru að lesa bók af bókasafninu!’’ Völu var alvara og Tara dró lykilinn upp úr vasanum og lagði í opinn lófa hennar.
Vala hálfhljóp að bókasafninu og opnaði. Áður hafði brakað í hurðinni en Finnur hafði kippt því í lag fyrir hana og smurt hjarirnar. Hún andaði brosandi að sér ryklyktinni og gengur að dulspekibókunum sem lágu í hrúgu á borðinu. Efst var draumaráðningabókin. Hún var ekki jafn rykug og hún hafði verið þegar Vala fann hana fyrst því hún hafði notað hana mikið síðan. En þó hún hafi verið lítið notuð áður höfðu hornin verið uppbrett og síðurnar krumpaðar því það var búið að fletta þeim svo oft. Tara sagði henni að Hrafnar, maðurinn hennar, hafði lesið hana hvern einasta morgun.
,,’B’…hvað er nú það…?’’ muldraði hún ofan í bókina meðan hún fletti í gegnum ‘Á’. Loks fann hún það. ‘ ’Barn. Dreymi konu að hún sé að gefa barni pela ætti hún að vara sig. Óvænt heimsókn frá löngu gleymdum ættingja gæti sett hana úr jafnvægi.’’
Hún hristi hausinn. Enn eitt ruglið sem hún þurfti ekki að taka mark á. Hún andaði léttar og setti bókina á borðið. Rykið gaus upp og lyktin inni varð óþolandi.
Hún fór fram og spurði Töru hvort hún mætti taka til inn á bókasafninu.
,,Já, sjálfsagt. Það hefur þurft að gera það lengi. Ég og Finnur ætlum í matarboð hjá nágrannanum. Langar þig með?’’ spurði hún þrátt fyrir að vita svarið.
,,Nei, ég ætla bara að vera heima.’’ Vala yppti öxlum og kvaddi hana. þegar þau voru farin fór hún inn í þvottahús og bleytti tusku til að þurrka af inni í bókaherbergi. Hún kveikti ljósin inni til að sjá betur bækurnar og allt það en peran sprakk svo hún varð að sækja nýja.
Inni í verkfæraskápnum var mikið drasl og hún nennti ekki að leita að peru svo hún settist bara niður og dustaði af sér rykið.
Skyndilega var bjöllunni hringt.
,,Tara!’’ kallaði hún, en fattaði svo að hún var ein svo hún gekk að hurðinni og opnaði. Fyrir utan stóð maður. Völu varð rifjað upp lýsingarnar hennar Töru; eins og pabbi sinn plús allt það fallega í mér. Hann passaði nákvæmlega við það sem hún hafði ímyndað sér. Falleg útgáfa af Finn. Finnur var samt ekkert ljótur.
Hún byrjaði að vera hrædd en rifjaði upp hvað hún hafði ætlað að gera. Koma Töru og Finni á óvart með því að verða ánægð með að hann væri kominn. Hún brosti. En hún hafði ekki átt von á honum alveg strax.
,,Það er bara byrjað að sjást á þér’’ sagði Hringur og horfði á magann á henni eins og ekkert væri ,,er Tara heima?’’
Vala lokaði augunum. Hún mundi ógreinilega eftir honum. Svo hristi hún hausinn.
,,Fór…með Finni, þú veist’’ hún roðnaði og tvísté á staðnum ,,átt þú ekki að vera…þú veist, vampíra? Ég hélt að þær þyldu ekki sólarljós’’
Hún roðnaði enn meira af undrun yfir sjálfri sér og leit niður. Hringur varð alvarlegur.
,,Ekki lengur. En bara tímabundið. Geturðu sótt þau?’’ spurði hann.
,,Já, þau eru bara í…þú veist, húsinu við hliðiná’’ hún hristi hausinn og passaði að hætta að segja þú veist hvað eftir annað. Hringur kinkaði kolli og þau horfðust í augu í smástund. Augun í Völu glenntust upp og hún saup hveljur. Augun í honum!
,,Komdu bar með mér’’ hún fór í inniskó og fór út. Það tók um það bil tvær mínútur að ganga að húsi nágrannans því lóðin sem Finnur bjó á var svo stór. Hún bankaði beinaberum hnefanum á hurðina. Glaðleg kona opnaði samstundis.
,,Sæl Vala mín, og sæll…’’ hún horfði spurnaraugum á Hring og bjóst við að hann segði nafnið sitt en hann horfði bara beint fram fyrir sig. ,,Finnur! Tara! Vala er komin’’
Tara vissi samstundis að einhvað væri að þegar hún heyrði þetta. Hún og Finnur stukku fram í andyri. Vala tók utan um Hring og brosti.
,,Ætliði ekki að bjóða hann velkominn?’’ spurði hún. Allir á staðnum göptu þegar hún teygði sig upp og gaf honum léttann koss á munninn. Meira að segja Hringur varð undrandi og jafnvel hún sjálf yfir að hafa þorað þessu. En Hringur ákvað að spila með og strauk yfir magann á henni þar sem pínulítil kúla var byrjuð að myndast vegna barnsins.
,,Ég vildi bara heilsa uppá fjölskylduna mína’’ sagði hann brosandi.
Bætt við 29. september 2008 - 17:29
http://tinypic.com/view.php?pic=290pnv8&s=4