Tíundi hlutinn mun vera seinasti hlutinn í bili. Þeir verða kannski fleiri rétt fyrir jól. Er sko á kafi í prófum.
Dúfa skjögraði eftir hótelganginum. Hún hafði verið mjög þybbin þegar henni var gefið nafnð en auðvitað hafði hún grennst töluvert á herbergisvistinni.
Allir litu á hana þegar hún steig úr lyftunni. Hún brosti, yfir sig ánægð með athyglina.
,,Einu fréttirnar sem ég fékk af henni er að hún hefur gleymt öllu um vistina hér’’ hún brosti enn fastar þegar allir andvörpuðu af feginleik ,,nema nafninu sínu. Hún sagði hótelstjóranum að hún héti Vala!’’
Það var hinsvegar mikið mál. Hún varð að kalla sjálfan sig gamla nafninu sínu. Annað gæti auðvitað leitt til misskilnings.
En Dúfa vissi ekki að hún hafði rangt fyrir sér. Vala mundi meira, óafvitandi ennþá.
,,Hvað ertu að segja? Er september?’’ Vala táraðist ,,en í gær var bara tuttugasti ágúst!’’
Hún tvísteig á staðnum og leit í kringum sig eftir dagblaði.
,,Er þetta einhverskonar falin myndavél?’’ spurði hún örvæntingafull.
,,Ég nenni ekki að standa í svona. Þú ert ekki skráð inn í þennan skóla! Við tókum þig af listanum eftir að þú mættir ekki í tuttugu og fimm tíma!’’ konan í mótökunni var orðin pirruð en samt hrædd við þessa stelpu. Konan var mjög hjátrúafull og trúði því að hún hafi ferðast fram í tímann ,,út með þig!’’
Vala hljóp út hágrátandi. Aron svaraði ekki í símann og ekki gat hún hringt í foreldra sína á himnunum. Henni fannst eins og hún hafði verið strokuð út úr heiminum. Hún hringdi í símaskrána og spurði eftir Aroni.
,,Við getum því miður ekki gefið upp númer þessa einstaklings’’ sagði maðurinn mjúklega.
,,Hann er látinn’’
Vala henti símanum í jörðina af hræðslu. Hann splundraðist og brotin dreifðust um gangstéttina. Ung kona gengur til hennar og hnippir í öxlina á henni.
,,Fyrirgefðu. Þú misstir símann þinn’’ segir hún. Vala lítur á hana augnaráði sem hefði getað drepið. Það var samt frekar ósannfærandi með öll þessi tár á kinnunum.
,,Mér er sama. Ég er ekki til’’ hún setur upp barnalegann fýlusvip og konan fylllist vorkunn.
,,Komdu bara heim með mér, greyið litla. Hvað heitirðu?’’ spyr hún og bendir henni að elta sig.
,,Ég hef ekki hugmynd’’ urraði Vala.
Konan virðist ráðþrota og reynir að draga nafnið uppúr henni í smástund en snarstansar síðan skyndilega.
,,Ég get ekki tekið þig með heim!’’ segir konan og verður áhyggjufull á svipinn ,,aumingja stelpan, þú verður að vera áfram á hótelinu’’
,,Hva…hvernig veistu að ég bý á hóteli?’’ spyr Vala
,,Jaaa…’’ hún andvarpar og hvíslar með sjálfri sér, samt óviljandi nógu hátt til að Vala heyri; ,,ég klúðra öllu!’’
Hún stappar niður fótunum í bræði.
,,Bella, ég veit alveg hvað þú heitir! Ég er mamma Týru og Hrings, þau höfðu samband við mig’’ skyndilega hljómar hún voða fullorðinsleg. Svipurinn á henni gjörbreytist samt þegar Vala byrjar að væla aftur.
,,Ég heiti ekki Bella!’’
,,Jæja, það er greinilegt að ég verð að fara með þig heim. Þetta gengur ekki!’’ hún grípur í höndina á Völu og strunsar með hana eins og smábarn heim til sín. Fyrir utan dyrnar hvíslar konan að henni; ,,ég bý eiginlega ekki hérna, ég er bara þjónustustúlka, maðurinn sem á húsið er bróðir mannsins míns heitins’’
Hún opnar hurðina og stígur inn. Það bergmálar í risastórri forstofu með marmaragólfi sem Vala sér sjálfan sig speglast í.
,,Finnur?’’ kallaði hún. Nafnið bergmálaði nokkrum sinnum og í sama bili birtist maður sem minnir hana mikið á einhvern…einhvað. En það var óljóst eins og í draumi. Glott, fullt sjálfsánægju fyllti andlit hans og svartur hárlokkur hékk fram á ennið.
,,Mikið var að þú komst Tara! Ég er að verða brjálaður! Ég finn ekki servíettuhringina fyrir boðið!’’ röddin hljómaði kunnulega í eyrum Völu og gleðihrollur hríslaðist upp eftir bakinu á henni. Orðið hringina fær Völu til að hugsa um hvort hún hafi hitt þennann mann áður. Svo hristi hún hausinn. Hvernig gat hún tengt orðið hringir við mann sem hún hafði aldrei séð áður? Hún var að verða einhvað rugluð.
Finnur horfir á hana þar sem hún stendur ringluð á svipinn.
,,Vala! En sú ánægja!’’ hann hálfrennir sér niður stigahandriðið og stekkur úr þriðju neðstu tröppunni og lendir eiginlega í fanginu og Völu. Henni sem hafði grunað að hann væri leiðinlegur, kurteis maður sem mundi senda hana beint út á göturnar.
,,Em, þekkjumst við?’’ spyr Vala. Hún var hálfvönkuð eftir að hafa fengið manninn svona beint í fangið og skildi ekki hversvegna þau þekktu hana bæði tvö.
,,Nei, ekki beint. Bara sonur þjónustustúlkunnar minnar er barnsfaðir þinn!’’ hann brosti voða ánægður. Það leið einfaldlega yfir Völu.