Hún lá í fanginu á honum. Flest fötin þeirra lágu í einni hrúgu á gólfinu. Þau voru bæði í skýjunum þrátt fyrir að gormarnir í hálfónýtu hótelrúminu stungust í bakið á þeim.
,,Hvað ertu gömul’’ spurði hann.
,,Nítján’’ svaraði hún fúl yfir því að hann hafi eyðilagt stemminguna með svo asnalegri spurningu.
Hann kafroðnaði af blygðun og stökk á fætur til að klæða sig í.
,,Ég verð að gefa þér móteitur við drykknum’’ píptí í honum og dró hana á eftir sér inn í skápinn þar sem lyftan var. Hún heyrði bara orðið drykkur og brosti kjánalega. Hún vissi að þegar hann hafði drukkið úr glasinu hennar hafði drykkurinn ekki haft neinn áhrif á hann. Hann þurfti engann ástardrykk þegar hún var nálægt.
Týra togaði lyftuna yfir í litlu íbúðina eins hratt og hún gat. Hún varð hinsvegar sem lömuð þegar þau birtust bæði með úfið hárið. Hún í algjerri ástarvímu, bara á nærfötunum og hélt fast í höndina á Hring sem var með opna buxnaklauf og í peysunni öfugri. Hann hraðaði sér til týru með Völu í eftirdragi og undir forvitnum augum allra í íbúðinni. Hún rétti honum móteitrið og kinkaði kolli. Þetta ástand varð að laga.
,,Hún er nítján’’ hvíslaði hann að henni meðan hann hellti vökvanum ofan í stelpuna sem hafði tekið utan um hálsinn á honum með báðum höndum og flissaði barnalega.
Týra dauðskammaðist sín fyrir bráðlega þrítugan bróður sinn þegar hún heyrði þetta. Krakkarnir sem heyrðu þetta tóku andköf. Þau voru öll eldri en tuttugu og þeim hafði ekki órað fyrir að Vala gæti verið yngri.
Hún varð sjálfri sér lík eftir að hafa svolgrað móteitrinu í sig. Það kom engum á óvart að hún saup hveljur, brotnaði saman og byrjaði að gráta. Hún var bara nítján ára lítil stelpa, umkringd fullorðnu fólki.
Um kvöldið höfðu allir jafnað sig. Týra gekk til Völu þar sem hún sat og spjallaði við nokkrar aðrar stelpur. Hún dró hana út í horn og rétti henni tvo pakka af prófinu en geymdi einn fyrir sjálfan sig án þess að láta hana vita. Vala brosti þakklát og faðmaði hana að sér.
,,Takk, ég vona að það verði neikvætt’’ sagði hún, þó hún vissi að það væri rangt af henni að hugsa svoleiðis.
Svo stakk hún pökkunum í vasann og skokkaði til stelpnanna aftur sem tóku á móti henni með spurnaraugnaráði en Vala brosti bara stríðnislega og hlammaði sér niður í miðja þvöguna.
Týra gekk inn í litla herbergið og opnaði prófpakkann þar. Henni hafði ekki liðið neitt sérstaklega vel eftir nóttina með vini sínum. Hún heyrði í Hring vera að tala einhvað frammi og varð hugsað til þess hvað Hringur myndi segja ef hún yrði ólétt eftir manneskju. Hann vildi ekki að þau vinguðust mikið við það því einhver gæti kjaftað frá leyndarmálinu þeirra. Svo fór hún að hugsa um hvort barnið myndi hafa sama mátt og þau eða vera bara venjulegt. Þetta var allt svo flókið. Hún þorði varla að taka prófið strax en ákvað að láta reyna á.
Vala andvarpaði þegar þriðja prófið sýndi niðurstöðurnar. Enn eitt blátt strik. Fjórða prófið var gallað og sýndi fjólublátt. Blanda af rauðu og bláu. Neikvæðu og jákvæðu. Nákvæmlega eins og hugsanir hennar þessa stundina. Þegar Hringur kom inn otaði hún einu af jákvæðu prófunum reiðilega að honum. Hann brosti bara.
,,Ég þarf að losna við þennann óþverra á stundinni. Áður en mér byrjar að þykja vænt um það!’’ vældi hún í honum.
,,Vala’’ sagði hann ,,við ætlum…þú ætlar að eiga þetta barn’’
Vonleysið vék fyrir reiðiglampanum í augunum.
Hún hafði bara komið hingað, alsaklaus, til að gista hér á meðan hún var í skóla. En núna. Núna var hún ólétt vampíra, elskuð af manni sem henni var mjög illa við.
Týra barði seinna prófinu í borðið og öskraði. Þetta gat ekki verið.
,,Nítíu og níu prósent öruggt?’’ gargaði hún á prófin þar sem þau lágu á borðinu. Hún var inni á baði á hótelherbergi vinar síns. Hann var reyndar ekki heima heldur var í óvissuferð með skólanum. Henni kveið fyrir að segja honum þetta en langaði samt að leita ráða hjá honum. Hvað átti hún að halda um eitt rautt próf og eitt blátt?