Þegar hún vaknaði voru Týra og Hringur að hvíslast einhvað á. Hún lét sem hún væri enn sofandi og lagði á hlustir.
,,Ekki voga þér!’’ hvæsti Týra.
,,Þú ræður ekki yfir mér, litla systir’’
,,Haltu þig við hversdagsleikann, hennar vegna’’
Hennar vegna? Voru þau að tala um hana.
,,Uss, hún er vöknuð!’’ sagði Hringur þegar Vala bærði loksins á sér.
Hringur fór fram og lokaði á eftir sér.
,,Týra?’’ hálfhvíslaði Vala og settist upp.
,,Já’’
,,Um hvað voruð þið að tala?’’
,,Þig’’ svaraði Týra. Það kom Völu ekki á óvart.
,,Afhverju?’’
Týra byrjaði að hvísla aftur.
,,Hann ætlar að byrla þér ástardrykk!’’ sagði hún. Vala yppti öxlum.
Það kom henni á óvart að hún varð ekkert reið út í hann. Hringur kom inn á sömu stundu með þrjú glös. Týra kímdi. Fyrsta blóðglasið hennar Völu.
Vala tók við glasinu og þau settust í sófann inni í litla herberginu og skáluðu. Hún sauð saman stutt plan í huganum.
,,Týra sagði mér að þú hafir sett einhvað ástarsull út í þetta’’ sagði hún.
,,Það er ekki satt’’ laug hann. Týra faldi sig í glasinu og fékk sér einn sopa.
,,Sannaðu það’’ sagði Vala og þrýsti glasinu brosandi að honum. Hann hrifsaði það af henni og fékk sér stórann sopa. Svo sleikti hann varirnar og rétti henni glasið aftur. Þær göptu báðar og biðu eftir að einhvað gerðist. Sér til skelfingar uppgötvaði Týra hvað hann var að hugsa. Samt datt henni ekki í hug að banna Völu að drekka því hún virtist vita það líka.
,,Skál’’ Vala lyfti glasinu og þau fengu sér öll stórann teyg. Hún fann orkuflæðið um sig alla. Þetta var það sem hún þurfti.
Ung stúlka, ein af þeim lægst settu, kom inn.
,,Hringur setti ástar…’’ hún stoppaði í miðri setningu. Týra sat alveg í horninu á sófanum, sem lengst frá Völu sem sat í fanginu á Hring. Yfir sig ánægð.
,,Of seint núna’’ sagði Týra ,,takk samt’’
Enginn hafði séð hann svona glaðann. Ekki einu sinni systir hans.
Einn daginn þegar þau sátu saman, allir krakkarnir og spjölluðu saman varð Völu rifjað upp barnið. Hún fékk tár í augun.
Það var eins og hann vissi hvað hún hugsaði.
,,Ég veit hvernig við getum losað okkur við það.’’ Hvíslaði hann. Samt ekki nógu lágt til að Týra heyrði ekki. Hún hvessti augunum á hann og hristi hausinn. Vala stóð upp.
,,Hey Týra, má ég biðja þig um greiða?’’ spurði hún.
,,Öm, jájá’’ sagði Týra hvumsa.
Þær gengu út í horn.
,,Ekki geturðu fundið leið til að kaupa…þú veist, staðfestingarpróf?’’ hún roðnaði og leit niður. Týra glotti.
,,Einfalt mál. Ég hef oft gert það áður.’’
Um nóttina þegar allir voru sofnaðir fór Týra í lyftuna. Hún hafði fengið einn í hópnum til að tosa í reipið. Hún endaði við eina herbergið sem ljós var í. Eina herbergið á hótelinu sem var notað í augnablikinu. Hún vissi vel hver var þar. Hún brosti af ánægju við tilhugsunina.
,,Hæ’’ sagði hann þegar hún kom inn. Hann slökkti ljósin. Hann vissi vel hvað hún þoldi illa ljós.
,,Þú skuldar mér ennþá greiða’’ sagði hún brosandi.
,,Já, nefndu það bara’’
,,Sko, vinkona mín er svona eins og ég, þolir illa ljós, og hún þarf að fá dálítið úr búðinni. Getur þú kannski reddað því?’’
,,Auðvitað. Allt fyrir þig. En ertu viss um að þú viljir eyða greiðanum í hana?’’
,,Já, hún er eiginlega kærasta bróður míns.’’ Týra tók í höndina á honum.
,,Hvað er það sem þig vantar?’’
Hún hvíslaði því að honum og hann brosti skilningsríkur. Hann sagðist fara daginn eftir og bauð henni að gista. Hún þáði það.
Daginn eftir vaknaði hún við að hann kom inn með poka.
,,Ég keypti þrjá pakka en komst að því á leiðinni að það eru tvö próf í hverjum pakka’’ hann stundi vandræðalegur og rétti henni pokann ,,ég verð að fara í skólann núna. Sjáumst seinna’’
Hann kyssti hana létt á kinnina og hún varð rjóð í vöngum. Þegar hann var farinn fór hún inn í lyftuna og kallaði á krakkana að toga. Þegar hún var komin í litlu íbúðina sá hún hvergi Völu eða Hring. Hún gekk til hávaxins stráks sem var að tala við annann strák.
,,Hvar eru þau eiginlega?’’ spurði hún. Hann yppti aumingjalegur öxlum.
,,Þau fóru’’ svaraði hann.