Þegar hún hafði verið heillengi í fanginu á honum, hágrátandi, strauk hann blautann lokk frá andlitinu og kyssti hana varlega. Hún fór aftur að skæla.
,,Hringur…’’ skyndilega mundi hún eftir sögunni sem mamma hennar hafði sagt henni. hjartað tók kipp og hún vissi að lífið hennar væri breytt til eilífðar. Hún leit upp. Hann brosti. Aftur. Hún hafði aldrei séð jafn innilegt bros.
,,Ertu að hugsa um sögurnar?’’ spurði hann glettinn. Hún kinkaði kolli. Henni leið betur. Var hann ekki að gefa í skyn að þær væru uppspuni, lygi?
,,Þær eru ekki….?’’ spurði hún. Það þurfti ekki meira. Þær gátu ekki verið sannar. Það bara mátti ekki gerast. Þá væri lífið hennar ónýtt.
,,Jú, Vala mín, þær eru ekkert nema sannleikur’’ hún fór aftur að gráta og reyndi að komast úr fanginu á honum en hann hélt henni fastri ,,gerðu það Vala, ekki fara, þú getur ekki verið undir neinu ljósi! Annars sérðu hálfvegis í myrkri en það skiptir engu ef þú verður áfram hér á hótelinu. Ef þú ferð út geturðu ekki látið sjá þig neinstaðar. Aldrei.’’
Þegar þau birtust í litlu íbúðinni stökk Týra í fangið á henni.
,,Fyrirgefðu mér! Mér finnst þetta svo leiðinlegt að ég hefði helst viljað láta jörðina gleypa mig þegar þú raukst út. Þetta er bara í eðlinu okkar! Við verðum að lifa á einhverju!’’
,,Getum við komið inn í litla herbergið? Bara við tvær?’’ spurði Vala eftir að hafa fyrirgefið henni.
,,Já, sjálfsag…’’ Vala ýtti henni inn og lokaði og læsti eftir að hafa hótað þeim, sem vogaði sér að hlera, að berja hann svo fast að vígtennurnar dyttu úr. Enginn trúði því að hún mundi gera það en samt vogaði sér enginn að hlera.
,,Týra’’ sagði hún örvæntingafull, og hvíslaði svo ; ,,hann kyssti mig!’’
,,Nei!’’ Týra virtist við það að fara að gráta ,,ég sagði honum…hann lofaði…asni!’’
Hún kallaði á hann inn og læsti svo þegar hann var kominn.
,,Hringur, ég hef svolítið að segja þér’’ sagði Týra. Vala settist í snjáðann sófa og fylgdist með. Bæði hún og Hringur biðu spennt eftir hvað hún hefði að segja. En hún kreppti bara hnefann og barð Hring svo fast á kjálkann að það brakaði í.
Vala gretti sig en Hringur var móðgaður á svipinn.
,,Þú lofaðir, grasasni!’’ sagði Týra, Hringur virtist loks skilja.
,,Ég lofaði því aldrei, bara sagði að ég myndi ekki særa hana’’
Týra gapti.
Einhver bankaði.
,,Góða nótt’’hvíslaði kunnuleg rödd. Vísir.
Þau ákváðu að halda áfram á morgun og sváfu öll þrjú í litla herberginu. Týra hafði heimtað að vernda Völu og Hringur hafði ekki viljað fara út svo það endaði svoleiðis.
Hana dreymdi mömmu sína og hana sjálfa þegar hún var um tíu ára.
,,Mamma! Gerðu það! Bara eina sögu, annars get ég ekki sofnað’’
Mamma hennar hló og lét undan.
,,Einu sinni var par. Svona kærustupar, samt alls ekki venjulegt, þau voru vampírur’’ byrjaði hún. Bella skrækti af gleði. Hún dýrkaði vampírur. ,,þau höfðu áhyggjur því þau máttu ekki kyssast á munninn. Gömul kona hafði sagt þeim að þeir sem eru vampírur mega alls ekki kyssast á munninn. Nema að þau séu tilbúin til að standast mikla þrekraun.
Auðvitað varð parið að prófa. Þau voru ung og fannst þau vera ódauðleg. Og stuttu seinna komust þau að því hver þrekraunin var. Það var barn. Vampírubarn.’’
,,Aumingja vampírurnar’’ sagði Bella ,,þær geta ekki kysst á munninn án þess að verða óléttar?’’
Mamma hennar hló bara og kyssti hana góða nótt.