Kom þótt hægt fór :)
,,Eigum við að kíkja inn?’’
,,Nei látum þau í friði, þau eru að rífast’’
,,Afhverju ætli það sé?’’
,,Hef ekki hugmynd’’
,,Ég held það tengist lyfinu á einhvern hátt’’
,,Skrítið, enginn hefur kvartað yfir því áður’’
,,Það er ennþá skrítnara að hann sé inni hjá nýliða’’
,,Já. Venjulega lætur hann þá í friði’’
,,Róið ykkur strákar, þið eruð bara afbrýðisamir, stelpan er sæt!’’
,,Rugl’’
,,Mig langar ekki í tvöfalt ör! Ertu alveg kolbrjálaður?’’ öskraði hún og strauk enn einu sinni yfir örið á öxlinni sem leit nákvæmlega eins út og það sem var á gagnauganu.
,,Róleg, það eru allir með svona, þetta er brennimerkji, þessvegna varstu svæfð!’’
,,Ég tók eftir einu rétt áður en ég sofnaði! Þú brostir fyrst þá í heila viku!’’
,,Já, því núna ertu ein af okkur’’
,,Hverju breytir það eiginlega?’’ hún var bandbrjáluð
Hann roðnaði og leit niður.
,,Úúúú’’ heyrðist frammi
,,Hættið að hlera krakkar!’’ kallaði hann en þau létust ekki heyra í honum.
,,Svaraðu mér, Hringur! Hverju breytir það?’’
Ekkert svar.
Eftir nokkrar mínútur kom sú æðsta af stelpunum og ýtti honum út og lokaði. Þær voru einar. Vala sneri höfðinu frá henni. hún hafði óbeit á þessari stjórnsömu stelpu.
,,Vala, horfðu á mig’’ skipaði hún. Hún gat ekki annað en hlýtt og leit á hana. Ólíkt venjulega var augnaráðið blíðlegt.
,,Hverju breytir það? Afhverju var hann glaður?’’ endurtók hún ,,gerðu það Týra, segðu mér það! Það vita það allir nema ég!’’
,,Góða besta hvað heldurðu?’’ spurði hún.
,,Ég held ekki neitt, verð bara að fá að vita.’’
,,Þú ert ein af okkur! Þá máttu stofna til, hvað eigum við að segja? Persónulegra sambanda innan klúbbsins. Reyndar ekki utan hans en hvað um það. Ef hann hefði byrjað með þér fyr hefði hann verið talinn barnaníðingur og lækkaður í tign. Hann er mjög hrifinn af þér, það hefur hann sagt mér mörgum sinnum!’’
,,En það er bara vika síðan við..’’ byrjaði hún.
,,Ég veit, ég veit’’ greip Týra fram í ,,en mundu að þetta er Hringur. Hann er óútreiknanlegur. Hann gæti alveg eins hatað þig á morgun!’’
,,Mig langar ekki að vera með honum! Hann er örugglega sex árum eldri en ég!’’
,,Vala…’’
,,Langar þig virkilega svona mikið að ég verði yfir mig ástfangin af honum? Ég skil þig ekki! Hann er asni’’
,,Hann er bróðir minn’’
,,En leiðinlegt’’ sagði Vala fýld ,,fyrir þig’’
,,Vala!’’
,,Vertu sæl’’
Hún opnaði hurðina harkalega á tána á sér. Hún gretti sig og fann blóðið vætla niður en fylltist svo skelfingu þegar hún leit niður. Næring. Var það fyrsta sem hún hugsaði. Matur.
Hún hristi það af sér og lokaði á Týru. Krakkarnir störðu allir á hana. Henni var litið á Hring.
Gæsahúðin læddist upp bakið og hún hallaði augnlokunum af vellíðan. Hann var alls ekki ljótur. Hann glotti, það fékk hana til að fá vitið aftur.
Það var miðnætti og Vala og Hringur sátu í lyftunni á leiðinni til nýja mannsins. Með háværu skrölti stansaði lyftan og þau tróðu sér út.
,,Allt í lagi’’ hvíslaði hann ,,ég fer fyrst út. Þegar ég segi ha? Þá mátt þú koma fram. Ekki klúðra þessu!’’
Hann opnaði skápinn varlega og hún sá að manneskjan var sofandi. Hringur vakti hann og þeir töluðu lengi saman og loksins kom merkið sem hún hafði beðið eftir. Hún opnaði báðar skápahurðirnar tignarlega og steig virðulega út.
Þegar hún sá strákinn hneig hún niður í örvæntingu.
,,Nei!’’ sagði hún örvæntingafull ,,þetta má ekki vera að gerast!’’
,,Bella!’’ sagði strákurinn feginn. Hringur fölnaði.
,,Þe-þekkist þið?’’ spurði hann.
,,Góður guð, bjargaðu mér’’ hún kafroðnaði.
,,Já! Bella er kærastan mín! Ég kom til að leita að henni. Hún er búin að vera týnd í heila viku!’’
Hún hafði aldrei sé Hring svona fölann þó hann væri frekar fölur yfirleitt.
Planið þeirra var í rúst.
,,Þú máttir ekki koma! Ég ætla að segja þér upp núna á stundinni! Ég er betur sett án þin! Þú gerir ekkert annað en að monta þig í vini þína yfir að þú eigir kærustu sem er ekki algjer lúði!’’ sagði hún öskuill ,,komdu með okkur!’’
Þau urðu að fara tvær ferðir því nýliðinn var of feitur til að þau kæmust þrjú. Vala og hann fóru saman og Hringur fór ill.
Krakkarnir söfnuðust saman við skápinn og bjuggu sig undir að stríða nýja gaurnum. En þegar Vala strunsaði út með tárin í augunum og hann á eftir með hangandi haus, viku þau frá.
Hringur kom örstuttu seinna, enn fölur en það var kominn litur í vangana af reiði.
,,Við prófum hann strax’’ sagði hann ,,hver býður sig fram?’’
Aðeins fimm rétt upp hönd. Hringur kastaði tening. Það kom upp þrír. Það var Týra.
Hún brosti ánægð og var ekki lengi að fara til stráksins og bíta hann af öllu afli í hálsinn.
Hann fölnaði og hræðslusvipur kom á andlitið.
,,Bella…eruð þið…brjáluð?’’náði hann að stama upp en féll síðan líflaus í gólfið. Augun voru fjarræn og bringan var hreyfingalaus. Hann andaði ekki.
Bella æpti.
,,Aron!’’ hún hneig niður hjá honum og grét sárt. Svo leit hún upp á Týru. Augun voru tryllt ,,þú drapst hann! Þú…’’
Hún kallaði vinkonu sína nokkur vel valin orð og hneig síðan niður á feitann og líflausann maga Arons.
,,Þetta er eins og gengur og gerist. Hann er með dökkt blóð. Hann deyr, við notum blóðið.’’
Hún hljóp að lyftunni en þar sem ekkert handafl var til að koma henni áfram ýtti hún á neyðarhnappinn og spýta losnaði frá. Hún stakk hausnum út. Þetta var langur gangur sem var með mörgum hliðargöngum. Hún stökk út og hljóp beint áfram.
Það leið ekki á löngu áður en hún var komin að skáp. Hún fór í gegnum hann. Þetta var skápurinn í andyrinu á hótelinu sem hafði að geyma lykla að herbergjunum.
Hún strunsaði út en lét sig falla á hnén fyrir utan. Ljósin voru of sterk fyrir hana. Henni sveið í húðina og fann hvernig augun urðu skringileg.
,,Vala!’’
Hún fann fyrir miklum létti þegar hún leit við.