Stundum finnst mér eins og öll gleði sé horfin úr lífi mínu,
ég fer í skóla, vinn mína vinnu, hitti vini mína og iðka mín áhugamál, en samt sem áður er gleðin engin, núll og nix.

Ást..sko þarna fóru hlutirnir að síga niður á við!
Þvílík mannvonska, þvílík einsemd sem fylgir.
Ást er bara fyrir suma, það sýnir sig sjálft.
Ég er ekki sumir.

Vinir mínir, eða ég hélt að þeir væru vinir mínir eru hættir að umgangast mig, og það versta er að ást lífs míns er ein af þeim,
mykrið enn og aftur, kæfandi.
Hin og þessi partý, mér er ekki boðið, mér var einu sinni boðið, en núna er ég ekki nógu góður, ég er geðveikur.

Sit einn og hugsa, afhverju getur enginn elskað mig á móti, afhverju yfirgefa vinir mínir mig. Afhverju er ég alltaf einn.
Ekki getur strætó svarað, mér finnst gott að hugsa í strætó, en gula klessan hjálpar lítið til.

Áfengi, sígarettur, það góða við lífið, fær mig til að brosa…en ekki lengi, þetta er falsgleði. Eins og þessir svokölluðu vinir, sem fara og líta ekki um öxl !

Hvers þarf ég að gjalda? Þarf ég að taka mér hníf í hönd og reka mig á hol til að fólk muni eftir mér, lesi dánarfregnirnar og hugsi með sér, ég þekkti hann einusinni….

Ainar/02