Ég gekk inn á baðherbergið mitt og þvoði mér í framan og leit í spegilinn, ég var venjuleg 15 ára stelpa með blá augu og dökk skollitað hár ég var frekar há miðað við aldur. Ég flýtti mér fram til að gera mig til, því ég var að verða of sein í skólann, þetta var skársti dagurinn, því ég var í tímum með fólki sem mér líkaði við. Ég hljóp inn í eldhús og fékk mér að borða og stökk svo af stað í skólann. Það voru valgreinar í fyrsta tíma, og ég var í Efnafræði. Það voru fáir sem ég þekkti, einhverjir í 8. Bekk og 10. Bekk, í 9. Bekk var það bara ég, Linda og Magga.
Eftir tíma voru frímínútur og ég og besta vinkona mín, Saga hlupum heim til hennar til að fá okkur eitthvað að borða, á leiðinni sáum við kall á aldrinum 40 – 45 vera að horfa á okkur, Saga var alltaf að nöldra um hvað hann væri óhugnanlegur, en við gleymdum honum strax þegar við komum heim til hennar. Mamma hennar var heima og eldaði handa okkur graut.
Eftir skóla fórum við, Saga og nokkrir aðrir krakkar í kringluna, þegar við vorum að labba út úr skólanum tókum við eftir sama karlinum og hafði verið að horfa á okkur í morgun. Ég var farin að verða skíthrædd, en Saga sagði að þetta væri bara tilviljun.
Næsta dag var ég labba í skólan og tók eftir karlinum, sem var ennþá að fylgjast með mér, en í þetta sinn var hann óhugnanlega nálægt heimilinu mínu. Ég gekk bara í skólan eins og ekkert væri.
Í matartímanum þurfti ég að hlaupa heim því það voru íþróttir og ég hafði gleymt íþróttafötunum mínum. Ég flýtti mér því ég hafði bara kortér, ég sá karlinn, hann var fyrir framan húsið mitt núna, ég gekk að innganginum og reyndi að forðast hann, en það gekk ekki, hann byrjaði að tala við mig
„Vá, þú ert eins og lifandi eftirlíking af mömmu þinni.“ sagði hann
„TA..H..A..A..KK.“ sagði ég „Hver ert þú með leyfi?“ spurði ég hikandi
„Faðir þinn.“
Mér brá svakalega og hljóp inn, þegar ég kom út aftur var hann farinn, mér létti og hljóp í átt að skólanum.
Þegar ég kom heim talaði ég við mömmu.
„Mamma, það var einhver bilaður karl sem sagðist vera pabbi minn áðan.“ sagði ég
„HA ? hvernig leit hann út ?“ spurði hún
„Hann var dökkskolhærður, með gráblá augu, sem voru örlítið skásett, mjó og voru mjög nálæg hvort öðru, hann var í gallabuxum og rauðri flípeysu.“
„Magdalena elskan, þetta var pabbi þinn, hann Þráinn Jónsson, hann hvarf þegar ég sagði honum að ég væri ólétt og ætlaði að eiga barnið.“
„Skíthæll“ sagði ég og labbaði inn í herbergið mitt
Næsta dag sagði ég Sögu frá þessu, og einum besta vini mínum sem hét Ari. Þau voru mjög hissa og undrandi, sérstaklega af því að mamma hafði sagt að pabbi hefði dáið áður en ég fæddist.
Svona gekk þetta, í hvert skipti sem ég fór út sá ég pabba minn, en hann yrti ekki á mig og ég var því fegin.
Tveim vikum seinna var ég heima með Ara þegar ég heyrði mömmu rífast við einhvern, þegar opnaði hurðina heyrði ég að þetta var pabbi, ég labbaði í áttina að öskrunum, þá sá ég mömmu standa blóðuga í framan og pabba að taka sig til til þess að slá hana. Ég öskraði og dró athyglina hans frá mömmu, hann leit við og mamma hljóp í burtu, pabbi gekk að mér og gerði sig tilbúinn til þess að slá mig þegar Ari hljóp að mér og ýtti mér frá svo pabbi sló í tómt loftið, við hlupum til mömmu sem var að hringja í neyðarlínuna, pabbi kom í áttina að okkur og var nú búin að taka upp hníf og ætlaði að fara að stinga mig með honum þegar mamma ýtti mér í burtu svo hnífurinn lenti í maganum á mömmu, og mamma féll niður dáinn.
Ég og Ari flýttum okkur út um dyrnar, og lentum í flasinu á lögreglunni sem ætlaði að fara að handtaka pabba. Við sögðum þeim allt af létta og hlupum í burtu svo að ég myndi ekki þurfa að fara á fósturheimili, við fórum heim til Ara, og ég fékk að gista þar þangað til að jarðarförin hennar mömmu yrði, seinna myndi ég flytja til ömmu og afa.
Í jarðarförinni var lögreglan og hún ætlaði að setja mig á eitthvað fósturheimili svo ég hljóp í burtu, kom við hjá Ara og við fórum að rútustöðinni og tókum rútu til Akureyris, en ég átti frænku þar, sem myndi hýsa okkur.
takk fyrir að hafa lesið þetta ,)
When we drive away in secret