Ég hafði beðið lengi eftir þessu degi.
Ég og 4 aðrir höfðum verið geymd í þessum kassa nógu lengi.
Þetta var svo hræðilegt, mér fannst eins og allir dagar væru heila eilífð að líða.
Við gátum ekkert talað saman, þar sem við tölum ekkert sama tungumál.
Mér leið svo illa, ég hafði hugsað mér nokkrum sinnum að reyna binda enda á líf mitt en ég vissi ekki hvernig.
Ég hélt þetta myndi aldrei enda.
Ég man eftir deginum sem ég varð til, ég man eftir vélahljóðunum og mönnunum í hvítu fötunum.
Ég man ég lá þarna, ein stór klessa sem átti eftir að verða mótuð í eitthvað betra, eitthvað sem ætti eftir að skipta
einhverju máli.
Alla mína ævi hafði ég verið inní kassa.
Alla mína ævi hafði ég ekki skipt máli.
Alla mína ævi hafði ég verið ekkert.
Eilífur sársauki.
Ég get ekki ímyndað mér verra líf.
Ég beið bara eftir að þetta myndi klárast.
Allavega.
Ég fann að við værum að færast,
færast eitthvað lengra,
á framandi stað, á nýjan og betri stað.
Ég fann að eitt okkar var horfið.
Við vorum ekki lengur fimm.
Við vorum fjögur.
Og allt í einu vorum við þrjú.
Og allt í einu vorum við bara tvö eftir.
'Ætlar þetta aldrei að enda?' hugsaði ég.
'Endaðu þetta, endaðu þetta núna.
Engan sársauka, engin tár, bara endir.'
Ég fann ég hreyfðist, mér var ýtt til.
Ég var í engu, í var í engum kassa, ég var allsber.
Ég hreyfðist ekki, en ég sá heiminn.
Ég sá allt, ég sá lífið, það staldraði við, ekkert hreyfðist.
En ég hreyfðist, ég var aftur inní kassa.
'Plís viltu láta þetta vera endirinn' hugsaði ég.
'Gerðu það, plís'
Ég fann eitthvað stingast í mig, sársaukinn var svaðalegur, ég sá þau öll.
Við vorum öll á sama stað.
Við urðum eitt.
Þetta hélt áfram í langan tíma, heila eilífð fannst mér.
Þetta var ekki endirinn, ég skildi það.
Þetta var einfaldlega bara partur af þessu öllu, eilífðri píningu og sársauka.
Kassinn opnaðist, og ég var ekki lengur inní þessum kassa, ég var frjáls.
Ég var í lausu lofti.
Við öll, öll saman.
Við vorum komin útí heiminn.
Ég sá heiminn aftur.
Það var traðkað á mér, aftur á byrjunarreit.
Ég var ekkert, þetta var orðið verra.
Það var traðkað á mér eins og ég væri ekki til.
Eins og ég væri ekkert.
Ég er ekkert.
Þetta verður aldrei búið.
Ég verð alltaf bara lítið og tilgangslaust tyggjó.
—————————————————
Hvað finnst ykkur?