Ég myndi segja að Loner væri kominn með mjög góð tip. Hlusta á það.
Það helsta sem ég myndi kannski bæta við það, er að hugsa fyrirfram hvað þú ætlar að skrifa, og hvert sagan á að leiða lesandann. Á hann til dæmis að finna til samúðar með söguhetjunni, eða á sagan að vekja hann til umhugsunar um eitthvað? Eða á hún bara að vera fyndin? Þ.e., hver er boðskapur sögunnar? Mér finnst svolítið mikilvægt að það sé tilgangur með því sem við skrifum, að við skrifum ekki bara eitthvað út í loftið. Að vera með markmið, og hafa þau í huga á meðan við skrifum.
Svo er bara um að gera að prófa, það er alveg víst að þú átt eftir að fá uppbyggilega gagnrýni hér.
Svo að lokum, ekki klikka á því sem þú kannt. Það er ekkert leiðinlegra en að sjá frábæra söga sem klikkaði á málfari/stafsetningu. ;)