Fyrir langa löngu í landi ólíku Íslandi bjó lítið hreindýr sem hét Hannes. Voru flestir sammála því að Hannes væri án efa flottasta hreindýrið í öllu landinu.

Á hverjum degi labbaði Hannes um hróðugur, hrækjandi á fátæklinga og öskraði á gömul hreindýr “Drepisti gömlu kindur eða ég drep ykkur!”.

Auðvitað fannst hinum hreindýrunum þetta óviðeigandi en hey, hann hét nú einu sinni Hannes og var án efa flottasta hreindýrið í skóginum.

En þegar hreindýrið ákvað að svíkja undan skatti þá komu yfirvöld og fóru með Hannes bakvið hlöðu og skutu hann í hausinn.

FIN