Fjórir æðstu í klúbbnum, fjórir jafngamlir strákar, sátu utan um pínulítið hringborð og spjölluðu saman. Úti í horni var hún að láta sér leiðast. Eftir smástund báðu þeir hana að koma og setjast í stólinn. En þó hún væri sest þar fékk hún ekki minnstu athygli.
,,Ég er sammála honum, það ætti að vera einhvað sem tengjist vörunum, þær eru þykkar’’ sagði strákur sem sat við hliðiná vin hennar, hann var ljóshærður og lávaxinn. Hann leit á hana ,,hvað héstu áður en þú komst hingað?’’
,,Áður?’’ hún hló ,,ég heiti það ennþá’’
,,Þú ert að fara að breyta um nafn’’ sagði sá ljóshærði ,,segðu okkur það bara’’
,,Be…’’ hún hugleyddi að ljúga en hætti svo við þegar hún sá hreinskilið augnaráð eina svarthærða stráksins á meðal þessara fjögurra. Hún laut höfði ,,Bella’’
,,Hey, ég veit’’ sagði rauðhærður strákur með gleraugu ,,hún er með þykkar varir, skírum hana Vara’’
Hinir strákarnir hlógu. En skyndilega hætti sá svarthærði.
,,Við getum blandað gamla nafninu hennar inn í, hvað með, ég veit ekki. Eruð þið með hugmynd?’’
Þeir hugsuðu í smástund en þá varð honum litið á stelpuna sem enn horfði á hendurnar á sér. Hvað var svona merkilegt á höndunum? Hann leit á þær, þær voru blautar. Var hún að gráta?
,,Líttu upp, stelpa’’ sagði hann og hún hlýddi. Hann leit í augun á henni, ekki minnstu merki um að hún hafi veri að gráta nema tvö augnhár voru límd saman. Hann vonaði að enginn annar tæki eftir þessu, þeir myndu bara stríða henni. Hún strauk yfir hægra gagnaugað og beit í vörina. ,,afhverju ertu að þessu?’’
Hún hætti skyndilega og varð stjörf.
,,Þegar ég var yngri var kastað stein í mig, rétt fyrir neðan gagnaugað. Núna er ég með ör eftir það.’’ Sagði hún og við það fékk hann hugdettu.
,,Steinn, steinn. Hvaða kvenkyns orð er yfir stein?’’ hann þurfti ekki að hugsa þegar hún leit á strákinn við hliðiná sér sem var að tala við hana. örið var undarlegt í laginu, það var kringlótt með tveimur litlum bogalínum yfir sem litu út eins og tvö fjöll…eða efri vör ,,steinvala! Þú getur heitið Vala’’
,,En hvað ef ég vil ekki…’’ byrjaði hún en strákurinn sem hún hafði verið að tala við greip fyrir munninn á henni.
,,Þú færð engu að ráða. Við sjáum um þetta. En fyrst færðu að vita hvað við heitum’’ hann gaf svarthærða merki um að tala.
,,Ég heiti Hringur, það var upphaflega grín því hringurinn kringum augasteininn er svo þunnur en svo bara festist það!’’
Þá var það rauðhærði.
,,Ég heiti Eldur. Út af hárinu að sjálfsögðu’’ hann hristi hausinn í hneysklun.
,,Ég heiti ekki neitt. Þið eigið bara að kall mig foringja’’ sagði sá ljóshærði.
Nú litu allir á þann síðasta. Hann var ljóshærður líka.
,,Vísir, það vantar á mig vísifingurinn’’ hann lyfti vinstri hendinni og brosti.
Hún opnaði skápinn eftir að krakkarnir höfðu kallað á hana. Inni í stofunni hafði öllum hlutum verið ýtt upp að vegg og krakkarnir sátu í hring á gólfinu. Hringur gaf henni merkji um að setjast í miðjuna en þar var lítill hringur gerður úr sprittkertum. Hún settist í hann miðjann.
,,Nýliði, samþykkir þú að ganga í þennann klúbb?’’ spurði foringinn ,,kinkaðu kollinn eða hristu hausinn og lokaðu svo augunum.’’
Hún hugleyddi að neita en áður en hún gat ákveðið sig hafði hún kinkað kolli. Hún lokaði augunum. Skrölt heyrðist fyrir framan hana og ósjálfrátt langaði hana að opna augun en streittist á móti. Eftir nokkrar mínútur heyrði hún að einhver gekk að henni.
,,Drekktu þetta’’ sagði kunnuleg rödd Hrings, hún brosti og vonaði að hann væri líka brosandi. Hún tók við litlu glerglasi og féll sér sopa. Bragðið var sætt og hún fékk það á tilfinninguna að þetta færi áfengt en þar sem þetta var svo lítið magn kláraði hún úr glasinu. Þá varð kolniðamyrkur. Einhver hafði slökkt á kertunum. Hún bölvaði. Þetta hafði verið einhverskonar svefnmeðal. Hún fann fyrir mikilli þreytu og lét sig detta aftur fyri sig af máttleysi. Einhver greip hana. Hún brosti og lyfti hendinni og strauk yfir andlitið á manneskjunni. Örlítill bogi var á vörunum. Hann var brosandi. Afhverju brosti hann núna, þegar hún var undir svefnlyfjum?