Þetta var miðnætti, Anna ráfaði um götur Reykjavíkur, það var ekkert lífsmark að finna, það var nýbúið að tilkynna að kaldrifjaður morðingi gengi laus, allir voru hræddir, meðal annars Anna. Anna hafði átt heima hér nálægt hún var hrædd og svöng og henni var kalt, hún hafði ráfað um götur miðbæsins í um það bil viku í von um að einhver myndi taka hana að sér. Pabbi Önnu hafði rekið hana af heimilinu, því hún hafði tælt vinnudrenginn og var orðin ólétt, hún var komin 3 mánuði og nýbyrjað að sjást, það var komin lítil falleg kúla á postulínshvítamagann hennar. Á meðan Anna gekk hugsaði hún um hvert hún ætti að fara, hún var jú með þó nokkurn pening sem hún fékk hjá mömmu sinni, skömmu áður en hún var rekin að heiman. Anna gekk að bátahöfninni, hún hafði heyrt að eitt skipið ætlaði að leggja af stað til Frakklands í nótt, hún vissi að hún hefði nóg pening til að borga til að komast um borð, og svo skemmdi ekki útlitið fyrir, hún var með fjólublá augu og fallegir dökkir lokkarnir féllu fagurlega um fallega mótað andlitið, nefið var nett og benti örlítið út og munnurinn var rósrauður og örlítið skakkar tennur gerðu það að verkum að munnurinn virtist pínu útstæður og gerði hana ögn sakleysislega, Anna kunni að nýta sér útlit sitt, og margir strákar sóttust eftir henni en hún vildi engan þeirra en hún leyfði þeim þó að snerta og káfa ef henni fannst þeir verðir þess, en einu sinni gekk hún lengra, en það var af einskærri forvitni. Anna gekk hugsandi að skipinu og bað skipstjórann um far og sagðist geta borgað, skipstjórinn samþykkti og hún borgaði umsamið verð.
Bætt við 13. júlí 2008 - 18:14
ég veit að þeta er stutt :)
When we drive away in secret