Ég er heima upp í rúmi og klukkan er 2 að nóttu til, en ég get ekki sofnað ég veit ekki af hverju en ég get bara ekki sofnað ég er búinn að reyna að sofna nokkrum sinnum en allt kemur fyrir ekki.
Ég býst við að það sé ut af því að skóli er að byrja aftur á morgun eftir þetta langa jólafrí sem var og bara hvarf svo fljótt eins og hlébarði að hlaupa um slétturnar að reyna veiða dýr, en til að drepa tíman ætla ég að lesa bók.

Þegar ég ránka við mér úr lestrinum sé ég að klukkan er orðin 6:30 og ég á að taka strætó upp í skóla kl. 8:15 svo að ég áhvað bara að vaka og fá mér eitthvað í goggin til að reyna útrýma hungrinu, en þegar ég kem út úr herberginu til að fá mér að borða þá sé ég morgunspillirin er beint fyrir framan mig… já þetta var hún systir mín sem er fimm árum yngri en ég og þar að auki nýkomin á gelgjuskeiðið! En dóni er ég, ég er ekki búinn að segja til nafns en ég heiti Óli réttara sagt Ólafur og er 17 ára.

Þessi skóli, þessi gammli skóli, reyndar er hann bara tuttugu ára eða eitthvað þar um bil en þessi skóli ber þetta virðurlega nafn, Ármúli, Fjölbrautaskóli við Ármúla. En ég er búinn að fá nýjan umsjónarkennara og eru allir krakkarnir með dylexíu og þar á meðal ég, hún byrjar tala og hún talar látlaust í klukkutíma án þess að stoppa! En dagurinn er mjög leingi að líða, sekóndu fyrir sekóndu, tímin líður eins og snígill sem er að skríða upp brekku!
Ég kemst í geggnum daginn bara út af því vinir mínir halda einhverskonar skemmtiatriði fyrir mig en ég hlæ eins og brjálaðingur af því þau eru svo misheppnuð.

En versta við þennan dag er sá að ég á eftir að kaupa allar bækurnar og það kostar sitt en ég ætlaði að reyna að selja nokkrar bækur frá síðustu önn til að reyna að mæta þessu efnahagsleysi mínu. En ég fer niður að Mál og Menningu til að reyna að selja bækurnar en ég þarf að bíða heilleingi í röð, kannski svona 20-50 min. en þegar að mér er komið segir afgreiðslukonan með þessari kaldri röddu: ,,Því miður getum við ekki keypt þessar bækur". Hvílíkur bömmer dagurinn fór frá ösku yfir í eldinn og hafði reiknað með því að myndi græða sonna 4.000-6.000 kr. Nú var ég bara með 4.000 til að kaupa bækur, ég verð vist að snýkja pening hjá móður minni.

Dagar mínir eru ekki alltaf dansar á rósum eða auðveldur kappall sem létt er að vinna heldur þvert á móti er ég í þyrnirunna að reyna að leysa mjög erfiðan kappal sem ég efast að nokkurn tíman verði leystur.