Ég lá uppi í rúmi, og ég rifjaði upp það sem hafði gerst á seinustu dögum. Ég var alveg rugluð, allt var komið í hnút.
Og núna lá ég hérna, ófær um að gera neitt sem viðkom mínu lífi, gat ekkert gert nema bíða…
Ég hugsaði um Bjarna og mér hlýnaði að innan. Hann var sterkur. Traustur. Eins og karlmenn áttu að vera, býst ég við. Hann sagðist ætla að skilja hvaða ákvörðun sem ég tæki, þetta væri mitt val og hann elskaði mig sama hvað.
Þetta voru lengstu mínútur lífs míns. Loksins rölti ég fram aftur, og tók það upp, prófið, og ég brast í grát. Jákvætt. Ég var ólétt, ég var ekki nema 16 ára, hvað gat ég gert ?
Mér datt bara Bjarni í hug og hringdi strax til hans. En um leið og ég kjökraði upp úr mér niðurstöðunni breyttist tónninn hans, sem hafði verið svo sterkur og uppörvandi; hann varð reiður.
“Guð minn almáttugur, stelpa! Þú veist að þetta er þér að kenna! Ef þú ert á pillunni þarftu að passa upp á hana manneskja! Hvað sem þú gerir er mér skítsama! Ég vorkenni bara næsta manni sem ríður þér fyrst þú ert svona heimsk að gleyma þessu!” Svo skellti hann á. Ég sat með símtólið í hendinni og kom ekki upp orði. Ég gat ekki grátið lengur. Líf mitt hafði eyðilagst á ekki meira en tveimur mínútum, ég fann allt hrynja í kringum mig.
-Tveimur dögum seinna-
Ég gat ekkert gert, ekki hreyft mig, ekki borðað. Bjarni hringdi áðan, hann sagðist þurfa að segja mér dálítið. Meðan við vorum saman var hann með annari stelpu. Alla sex mánuðina. Samt gat ég ekki orðið reið. Eftir að hann hafði lokið máli sínu lagði ég bara á, og lagðist niður. Þrjú áföll á jafn mörgum dögum. Var það þetta sem lífið snérist um ?
Ég hafði sagt mömmu þetta í gær. Hún studdi mig alla leið. Hún er hins vegar á móti fóstureyðingum en ég get ekki hugsað mér að eignast barn, ég er ekki tilbúin, ég á eftir að gera of mikið. Þetta verður erfið barátta.
Ég hugsa að ég láti eyða því. Verð ég kölluð morðingi ? Fær einhver annar að frétta þetta ? Má ég kannski ekki láta eyða því, er það mömmu val ?
Ég snéri mér við, lá á bakinu. Svo brosti ég.
“Ég get þetta,” hugsaði ég. “Ég gefst ekki upp, ég er sterkari en þetta.”
En ég vissi, eins og ég sagði; þetta yrði erfið barátta.