Ég er ekki vanur að segja fólki frá því. En ég hef oft endað á því að gera það. Hvort sem það er einstaklingur sem ég þekki ekki neitt og vona að ég muni aldrei hitta, eða einhver vinur minn sem ég treysti. Ég vil ekki koma undir nafni, og vona af öllu hjarta að fólkið sem er hér viðstatt í dag muni gleyma þessu. Ég mun heldur ekki gefa upp nafn hennar. Ég þekki nefnilega listina að elska. Þá list hef ég tamið mér alla mína ævi.
Ég sé hana daglega, tala við hana daglega. Við erum vinir. Það er á stundum sem þessum að ég átta mig á því að ég á of mikið af vinum. Ég held áfram að eignast vini, en missi enga. Kannski langar mig til þess. Kannski ekki. En hvað sem því líður þá hef ég áttað mig á einu. Ég elska hana. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því, en þegar ég sá það, var eins og hún hefði sprungið í hjarta mínu. Þá kom þessi sama rútína, ég get ekki hætt að hugsa um hana, ég get ekki komist af dag án þess að sjá hana eða heyra í henni. Þetta er kvöl, vegna þess að ég hef ekki hjartað í að segja henni það. Svo að ég bíð. Bíð eftir því að hún segi mér það. Hún segi mér það að ég sé ástfanginn af henni. “ Er það ekki augljóst? Þú ert ástfanginn af mér.” En það mun auðvitað aldrei koma fyrir. Þess vegna held ég áfram að kvelja mig. Þetta er listin að elska, þú elskar manneskjuna svo mikið að þú vilt ekki segja henni það. Ég er búinn að ganga fram af mér. Já, eitthvað sem er óhugsandi að geti gerst. Ég hef kvalið mig svo mikið að hjartað tekur ekki meir. Ég hef deytt sjálfann mig. Þetta er listin að elska.
Bætt við 5. maí 2008 - 14:19
Vil bara bæta við að þetta er einungis uppkast. Mun pottþétt eitthverntímann taka þetta til og bæta við og kannski setja þetta öðruvísi upp og svona.