,,Hvað ertu að gera?’’ spurði hún en gerði enga tilraun til að ýta honum frá.
,,Ertu með ljóst eða dökkt blóð?’’ spurði hann án þess að svara henni
,,Það veit ég ekki! Hvernig veit maður það?’’
,,Breytistu í dýrið sem bítur þig til blóðs?’’
,,Ég veit það ekki, mamma mín var mjög trúuð og pabbi líka og þau pössuðu bæði að halda mér frá skepnum sem bitu, ég fékk aðeins að eiga fiska sem gæludýr’’
Hún andvarpaði.
,,Öm, ég skil…’’ hann kinkaði hægt kolli.
,,Þú ert með hvassar augntennur!’’ hrópaði hún þegar hún sá hann brosa, svo glotti hún ,,eins og vampíra.’’
Hún hló hvellt af eigin fyndni.
,,Já…’’ hann brosti dauflega og hagræddi sér betur.
Litla herbergið kipptist til þegar þau stoppuðu. Það var opnað inn í lítinn fataskáp. Þau stóðu í kolniðamyrkri og hann lagðist á skápshurðina til að opna hana.
,,Krakkar opniði!’’ urraði hann. Einhver opnaði en lokaði um leið og hún ætlaði út.
,,Má ég koma út líka?’’ spurði hún hreinskilningslega
,,Já, komdu endilega út úr skápnum!’’ hrópuðu einhverjir. Vá, hvað ætli þeir séu margir? Ég heyrði í um tólf eða þrettán þarna! Hugsaði hún. Hún kipptist til þegar tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri grenjuðu af hlátri. Maðurinn opnaði fyrir henni og tók í höndina á henni og studdi við hana út. Inni í herberginu sást ekki í neinn. Þetta var frekar stórt herbergi en algjörlega tómt. Teppahrúgur voru í sófunum og margir stólar en enginn sást. Hún greip ringluð um höfuðið.
,,Ha? En ég….’’
Skyndilega kíktu tugir hausa fram undan teppunum og undan borðum og fleiri felustöðum.
,,Vá, hvað eruð þig mörg hérna?’’
,,Fjörtíu og eitt, en fjörtíu og tvö ef þú ert með ljóst blóð’’ hann brosti þegar hún lyfti brúnum undir miklum hlátrasköllum, svo leit hann á hópinn ,,hver vill prófa hana?’’
Um tuttugu manns réttu upp hönd.
,,Allir sem lyftu upp hægri hönd, setið höndina niður!’’ um fimmtán manns gerðu það en þá voru eftir fimm, hann benti á eina manneskjuna ,,þú ert einn, og þú ert tveir, og þú ert þrír, þú ert fjórir og þú ert fimm og ég er sex!’’
Hann tók upp úr vasanum tening og kastaði honum upp í loftið.
,,Tveir!’’ kallaði hann og lyfti upp teningnum sem sýndi töluna tvo. Svarthærður strákur á aldri við hana steig fram, hann brosti sigri hrósandi og gekk að henni og tók utan um hana með vinstri hendi.
,,Einn!’’ hrópaði hópurinn ,,tveir! Og núna!’’
Svarthærði strákurinn sneri sér að henni og þrýsti tönnunum inn í hálsinn á henni. Hún rak upp óp en gerði enga tilraun til að ýta honum frá sér, en við það þrýsti hann tönnunum bara fastar inn. Hún strauk yfir sárin tvö á hálsinum þegar hann sleppti henni. Einn blóðdropi lak niður úr sárinu áður en það lýstist upp og hvarf. Hún fékk verk í augntennurnar og greip um munninn. Strákurinn sem hafði komið í herbergið hennar kom með lítið spjald og leit í það.
,,Hún hefur hreint blóð!’’ hrópaði hann og sýndi henni spjaldið.
Það var spegill. En hún sá ekki spegilmynd sína.