Það er ekkert líf í auðninni.
Engin bergmál fornar menningar til að berast að eyrunum aðeins þrúgandi þögnin sem kæfir alla hugsun. Þar sem ekkert líf nærist er aðeins dauði í þess stað, eins og grimm áminning þess að sjándinn verður á endanum aftur samblandaður ryki.
Bíllinn hans hafði fyrir aðeins nokkrum mínútum verið þeysandi meðfram einsleitum sandbreiðunum næstum því af ópersónugerðum hroka, en núna var farkosturinn staðnaður og spúandi úr sér reyk. Fangi kringumstæðna og kyrrstæður fann hann sig tilneyddan til að meðtaka mikilfengleika tómsins. Hann fann sig knúinn til að ákalla eyðimörkina.
“Það var hérna sem að ég enda líf mitt ekki satt?”
Honum barst ekkert svar , en það skipti littlu máli fyrir hann. Svarið var honum augljóst.
Niðurrif sálarinnar
“Nei, það er hérna sem þú loksins vaknar.”