Tónlistin ómar í eyrunum á henni. Hún leggst í rúmið og breiðir teppið yfir sig. Hausverkurinn magnast upp og hún getur ekkert gert til að lina hann. Á því augnabliki sem hún nær slökun er bankað á svefnherbergisdyrnar hennar og hún umlar “kom inn”. Inn um dyrnar kemur sistir hennar, segir ekki neitt heldur stikar rakleitt að bókahillunni og dregur blægjuna sem hylur efri part hillunnar frá og seilist í bók. “Sem betur fer fór hún rakleitt út aftur” hugsar hún með létti. Sistirin lokar á eftir sér og hún andvarpar bæði af létti og þreytu. Núna fær hún að vera í friði.
Hún liggur á bakinu og leyfir tónlistinni að leika um sig á meðan hún fer yfir atburði dagsins í huganum. Hún glottir og finnur hvernig fiðringurinn í maganum kemur í bylgjum. Hún er alsæl í smá stund þangað til áhyggjurnar um afleiðingar gjörða hennar ná yfirráðum og neita henni um hugarró.
Hún andvarpar óþolinmóð og seilist í gemsann á skrifborðinu og stimplar inn símanúmerið sem hún hefur stimplað inn svo oft áður og ýtir á “hringja”. Fiðringurinn í maganum eykst og hún bíður með öndina í hálsinum eftir að heyra ómfagra rödd hans´, en síminn hringir út. Hún bjóst samt ekki við öðru eftir gjörðir þeirra þann daginn. Stóra spurningin er hvort einhver myndi nokkurn tíma fyrirgefa þeim.
Ein af mínum fyrstu smásögum.