Ég er byrjuð á bloggsögu og er búin með 7 kafla þó aðeins 2 séu inná síðunni. Slóðin er hérna:
www.s-a-g-a-n.central.is
hér er smá brot úr sögunni:
Stuttar lappirnar læddust hægt inn í eldhúsið. Hún stóð á tám og teygði sig í áhaldaskúffuna og dró upp úr henni einn af steikarhnífunum. Hjartað sló hratt því hún vildi alls ekki að foreldrar hennar vöknuðu, klukkan var fimm um morgun svo hún hafði tvo klukkutíma áður en vekjaraklukkan vekti þau.
Með erfiðsmunum opnaði hún hurðina, glaðlegar og litríkar blöðrurnar sem höfðu verið hengdar á hurðarhúninn innanfrá þrýstust að skápnum. Hún kunni smá í lestri svo hún gat lesið hvað stóð á blöðrunum.
,,6 ára í dag’’ hún sparkaði harkalega í brosandi bangsann sem hélt á sexunni, blaðran sprakk og leifarnar skutust í allar áttir. Hinar blöðrurnar sprengdi hún með hnífnum. Afmælisgjafirnar voru útí horni. Bara eintómar tuskudúkkur og föt. Þá er bara að byrja.
Hún tók upp fyrsta bangsann, það var fallegur skærbleikur dreki með vængi sem skrjáfaði í. Hún herti takið á hnífnum og stakk á bólakaf ofan í magann á drekann. Þegar hún dró hnífinn úr skaust bómull út úr gatinu. Hann fór ofan í poka undir rúminu sem var fullur af rifnum böngsum.
Næsti bangsi var dimmrautt hjarta, kafloðið með hvítum borða utan um sig sem var með áletrunina: ‘’Til hamingju með afmælið, Stjarna’’. Hún skar borðann í ræmur og fleygði honum út um gluggann, hún þoldi ekki nafnið sitt, Stjarna, hvernig gat nokkri heilbrigðri manneskju dottið í hug að skíra einhvern Stjarna?
Þetta var gjöf frá frænku hennar sem telur sig vera bestu vinkonu hennar þrátt fyrir að vera hálfri öld eldri. Hún bældi niður reiðistunu og skar þvert í gegnum hjartað og fleygði því í pokann líka. Hún var fljót að henda hnífnum og pokanum undir rúm þegar hún heyrði fótatak fyrir utan, hún flýtti sér upp í rúm og slökkti á lampanum og var rétt svo búin að leggjast niður þegar hurðin opnaðist.