áður en þið komið með það sem kallast skítköst, vil ég afsaka mig ef þetta er vitlaust áhugamál. Og líka að þetta er mín skoðun.
Í bókum gera höfundurnir hvað sem er til að gera aðalpersónuna sína sérstaka. Þeir láta persónuna vera sérstaklega gáfaða, eða vera með hæfileika eins og að geta galdrað.
Sumir láta persónuna vera frekar ljótar, þegar maður er að semja sögu ætti maður að bíða með að lýsa persónunni. Þegar maður er síðan langt kominn með söguna lokar maður augunum og reynir að sjá fyrir sér hvernig maður sjálfur sér hana fyrir sér. Vera ánægð/ur með persónuna skiptir mestu máli.
Gott er líka að skipuleggja fjölskylduna, stöðuna þar. Eru foreldrarnir skyldir? Annað foreldrið dáið? Býr persónan á munaðarleysingjahæli eða hjá frændfólki? Á persónan systkin?
Þannig getur þú látið persónuna koma t.d. örmagna heim eftir einhvað ævintýri, og þá eru foreldrarnir að rífast eða einhvað. Gera fleiri hnúta á söguna.
Nafn persónunnar skiptir (mig alla vega) mjög miklu máli. Ég hef lesið bækur þar sem persónurnar heita leiðinlegum nöfnum s.s. Sigga, Gunni, Ari eða Jón. Svolítið einföld nöfn fyrir minn smekk. Ég kalla það stundum flýtinöfn, nöfn sem eru valin (líta alla vega út fyrir það) í flýti.
Stundum hugsa ég dögunum saman um nöfnin eða fletti upp í nafnabók, eða jafnvel orðabók, þar eru stundum skrítin orð sem má breyta einhvern veginn svo úr verði nafn. Það kemur líka fyrir að ég kynnist fólki eða sé í sjónvarpinu sem heitir sjaldgæfu og flottu nafni.
Ég veit ekki hvort ég er að snúa út úr, en nafnið mitt (huganafnið-nickið) varð til af stafsetningavillu. Ég var í tölvuleik og átti að skíra persónuna, ég ætlaði að skíra hana Kayla en ypsilonið fór óvart fyrir aftan ‘’ellið’’ svo úr varð Kalya.
Ég hef séð/skáldað smásögur þar sem nafnið kemur ekki fram. Það getur gert söguna flotta ef orðið ‘’hún’’ eða ‘’hann’’ er ekki notað of mikið.
Takk fyrir.