,,Sonur?“
Ég lít til baka.
Þar stendur faðir minn í smóking.
,,Hvað ertu að gera, pabbi?”.
Hann horfir á mig, vonsvikinn… Kristalbláu augun hans blotna.
Með titrandi röddinni sinni segir hann
,,Ætluðum við ekki í afmælisveisluna hans Péturs?“.
Oh, hann pabbi. Alltaf er hann jafn mikill kjáni. Ég svara honum.
,,Æ, pabbi. Það verða engir foreldrar… Ég fer einn”.
Ég horfi á hann…
Hann horfir á mig…
Hvað ætli hann sé að hugsa? Ég spyr hann.
,,Pabbi? Er allt í lagi? Hvað ertu að hugsa?“.
Hann svarar mér ekki í orðum, heldur segir svipurinn hans allt.
,,Fyrirgefðu, pabbi. En ég er orðinn 15 ára. Ég þarf ekki á þér að halda”.
Hann talar loksins..
,,Þarft..ekki á mér að halda?"
Síðan fellur hann niður í jörðina.
Skyndilega vakna ég… Þetta var allt saman draumur. Eða ætti ég að segja… Martröð…