Tinna litla var fjórtán ára gömul þegar lífið hennar hrundi.
Hvað nú? Hér er enginn til að þurka tárin hennar og segja henni að þetta verður allt í lagi, nei, það var alltaf mamma sem gerði það…og pabbi, nú pabbi Tinnu litlu dó, áður en hún kom í heimin..
En núna er mamma farin, og Tinna litla er skilin eftir ein.

Ég starta bílnum og legg af stað. Hvernig tekst mér alltaf að verða svona sein? Ég meina, ég á að vera mætt í vinnuna klukkan 9, og Tinna í skólan klukkan 8.
Ekkert mál að koma Tinnu í skólan, en alltaf er ég sein! Alveg…ótrúlegt.
Nei…guð nei, þarna er hann. Gamli karlinn! núna verð ég ekki komin fyrr en klukkan 10 í vinnuna, þessi helvítis maður er svo lengi yfir götuna. Screw it, tek bara auka krók í þetta eina litla skipti.


Afhverju gat hún ekki bara farið sömu leið og alltaf í vinnuna? Tinna litla spyr sig þessa spurningu aftur og aftur…
En mamma hennar Tinnu litlu var svo mikið að flíta sér..að hún fór í gegnum íbúðahverfin til að stytta sér leið.

90! úff…þetta er heppilegt, engar löggur hér…enginn til að taka eftir því að ég er yfir 30.

Hvað var annars þessi litli strákur að gera á miðri götunni? Afhverju gat mamma ekki verið bara á 30?
Tinna litla skilur ekki hvers vegna þetta þurfti að fara svona, hvers vegna húsið þurfti að vera einmitt á þessum stað, bara svo að mamma gat klesst á það.