hæ ákvað að senda inn tvær sögur sem ég gerði fyrir íslensku í skólanum.

Fyrri:
Ég stóð grafkyrr, alein, í niðdimmu herberginu, eða var þetta kanski gangur?
Ég sá það ekki, allt í einu sá ég ljós, eins og það skini í gegnum rifu á dyrum, “kanski eru þarna dyr” man ég að ég hugsaði.
Ég byrjaði að labba í áttina að ljósinu, að dyrunum og opnaði þær, labbaði inn en mér til mikillar skelfingar fann ég að ég hafði enga undirstöðu þegar ég var komin inn fyrir dyrnar, ég byrjaði að hrapa, ófær m að öskra, lokaði augunum, og mér leið…. eins og ég svifi, eins og fjöður, hversu heimskulegt sem það hljómaði.
En allt í einu hrökk ég við og opnaði augun, ég var í smátíma að átta mig á því að ég var komin í mitt eigið rúm “var þetta þá bara draumur eftir allt saman?” hugsaði ég.
Ég steig út úr rúminu og féll, ég lokaði augunum og bjóst við öllu illi, en fannst einhvað hálf skrítið….
Ég opnaði annað augað, og svo hitt, Þegar ég hafði opnað bæði augun leið mér eins og fífli, ég hafði bara dottið um mína eigin sæng.

Seinni sagan:
,,Ég sé svart, svart ekkert nema svart, ég hef stundum hugsað út í það hvort þetta sé svart, eða einhver annar litur, hvernig er ljós? Hvítur? Gulur? Blár? Allir þessir litir sem allir tala um“
Ég opna augun og blindast af sólinni í nokkrar sekúndur, byrja að labba áfram, en held sammt áfram að hugsa út í það sem hún sagði, og tauta við sjálfa mig ”Hvernig skyldi þessi tilfining, að vera blind, vera?"
(¯`v´¯)