Helgin
Ég settist upp í Skodann minn og reyndi að starta honum. Nóvember máðuður var óvenjukaldur þetta árið sem kom augljóslega niður á getu bíla til að koma sér í gang , eða hvort það var bíllinn sjálfur. Einstæðir grunnskólakennarar hafa ekki alltaf efni á góðum fararkostum.
Ég gekk upp tröppurnar á að heimili mínu sem voru í klakaböndunum. Gott að komast inn úr kuldanum, hugsaði ég. Inni beið mín leti, knattspyrna og smásögurnar frá níunda bekk.
Ég hitaði mér kaffi, ekki mjög sterkt. Dagurinn í dag hafði verið óvenju fjörugur, ekki á slæman hátt, heldur góðan. Krakkarnir voru farnir að sýna einhver batamerki. Öll voru þau greind í meðallagi, flestir örlítið yfir því, fáeinir hátt yfir meðallagi og enginn undir því. Draumabekkur hvers einasta kennara þótt hegðunarvandamál væru í honum, krakkarnir töluðu einfaldlega útí eitt. Vonandi fengju þau útrás fyrir það sem þau hafa að segja í smásögunum.
Ég settist í Lazy Boy-inn, sötraði kaffi og byrjaði að lesa. Þegar ég hafði lesið hálfan bunkann sá ég að sögurnar skiptust í þrjá hópa, sögur eins og þær sem maður skrifaði í fjórða bekk, venjulegar sögur með ánægjulegum endi og seinast, sögur sem innihalda miklar veraldlegar pælingar sem flestar tengjast dauða eða sjálfsmorðum. Fjölluðu annað hvort fólk sem hafði misst einhvern eða einhvern sem var við það að falla fyrir eigin hendi. Og yfirleitt voru það þau sem gekk betur við námið sem voru að varpa þessum pælingum fram.
Ég hélt áfram með bunkann, ennþá bættust fleiri í pælingahópinn. Ég stóð upp til að fylla á bollann. Þegar ég var á leiðinni að setjast aftur, hringdi síminn. Ég svaraði með minni snöggu en jafnframt mjúku spæjarahreyfingu sem hafði tekið mig langan tíma að þjálfa upp.
,,Góðann dag, Vigfús hér,“ svaraði ég. Þetta voru starfsmenn sjúkrahússins. Næsti mánudagur á eftir að verða erfiður. Sagan hans Pésa var víst eitthvað meira en bara pælingar.