Þetta hafði verið slæm nótt. Alli vaknaði í svitabaði upp úr þvílíkri martröð. Hann kveikti ljósin við rúmið sitt og jafnaði sig á þessu og skellti mússik á fóninn. Hann vissi ekkert hvað tímanum leið en var viss um að hann væri á góðum tíma þar sem enginn var vaknaður. Alli fór fram og varð strax brugðið því allar klukkur í íbúðinni virtust vera bilaðar. Niðdimmt var í íbúðinni og Alli ráfaði um og rataði loks inn til foreldra sinna. Það herbergi var mannlaust. Hjartað tók nettan kipp. Hann hraðaði sér fram á gang og athugaði öll herbergi með sama árangri.
Alli ákvað að fara út og athuga hvað væri á seiði. Hann flýtti sér í skó og rauk út um dyrnar. Mosfellssveitin var ansi tómleg og myrkvuð og ekki rakst hann á eina einustu manneskju í þesssum einmanna göngutúr. Allar klukkur stopp, öllum bílum lagt og enginn til að útskýra.. Hann hljóp um allar götur, dinglaði öllum bjöllum, öskraði hástöfum út í myrkrið af einskærri örvæntingu. Alli var gripinn skelfingu og fór heim og reyndi að kveikja á útvarpinu, en ekkert gekk. Sama gilti um sjónvarp, ljós og allt sem gekk fyrir rafmagni yfir höfuð.
Alli sat í djúpum hugsunum og velti fyrir sér hvort þetta væri martröð sem væri erfitt að vakna úr eða ekki. Hann hugsaði um það hvort það væri hægt að lifa í þessum heimi lengur. Með tárin í augunum fór Alli hugsunarlaust inn í svefnherbergi og sótti svefnpillurnar sem mamma hans átti.
Hann tók þær allar.



Dyrabjallan hringdi.
Guð blessi trúleysið