Það vakti mig engin en ég vaknaði alveg sjálf alveg óvart, ekki með vekjaraklukku eða neitt á. Mér finnst þetta soldið skrítið.
Ég dröslast framm úr rúminu,og gái inn til mömmu og pabba þau eru farin i vinnuna. Samt vöktu þau mig ekki, það er frekar skrítið. Ég þarf að fara i skólan.. þennan leiðinlega og pirrandi skóla, ég sit alltaf bara og læri ekki neitt. Ég skil ekki kennarana og sé ekki tilgangin að vakna og fara i skólan, en úr rúminu ég fór samt og fer inná klósett, tannbursta mig og fer á klósettið.. sit og pæli: á ég að fara i sturtu núna eða á eftir þegar ég er búin i skólanum. Ég fer í sturtu.. best að vera fín og sæt í skólanum.
Ég skvetti meiki og maskara framan i mig og klæði mig í föt. Fer og fæ mér ristabrauð og tek til bækurnar sem að ég þarf fyrir dagin i dag.. taskan er eins og 10 tonna krani.
Ég er að verða of sein i skólan, ég hleyp á stað i skólan með trefilinn hálfbundin um hálsin,úlpuna órenda,ipodin i eyrunum og töskuna á bakinu
Þegar ég kem í skólan er hann óvenju tómur.. ég mæti kennara og hann segir:
hvað ertu að gera í skólanum?
Nú læra segir ég.
En það er starfsdagur…
13.11.07
Viltu bíta mig?