Kæru hugarar, ég lá hér í rúmminu mínu andvaka og byrjaði að hugsa um marga hluti, einn atburður úr æsku minni komm mér ofarlega í huga, mér fannst eins og að ég yrði að skrifa hann niður, þannig að ég stóð upp og náði í tölvunna mina og byrjaði að skrifa. Þetta er niðurstaða þessara skrifta.
Þessi saga gerðist fyrir mig þegar ég var svona u.þ.b. átta ára.
Ég og fjölkyldan mín vorum útí sveit hjá frænku minni, við ákvuðum að fara í heitapottin hennar, hann var svoldið í burtu rétt hjá ánni.
(skemmtilegt er að þetta er náttúrulegur heitipottur, svona heitur hver eða hvað sem maður kallar þetta )
Við vorum búin að sitja í pottinum í þónokkra stund þegar okkur byrjaði að verða frekar heitt.
Við krakkarnir ákváðum að fara uppúr til að kæla okkur en fullorðna fólkið varð eftr í pottinum.
Við ákváðum að fara að vaða í ánni.
Ég fór fyrst útí, er ég var hálfnuð yfir ána dýpkaði áin snögglega, mér brá og datt hörkulega frammfyrir mig.
Ég var stjörf úr kuldasjokki og gat ekki hreyft mig
Áin var djúp, köld og straumhörð, ég byrjaði rólega að fljóta afturábak. Ótinn greip mig, ég reyndi að krafsa í botninn en steinarnir runnu á milli fingra minna, ég byrjaði að fljóta hraðar. “MAMMA” öskraði ég en hún heyrði ekki í mér.
Óttaslegin reyndi ég að standa upp en mér skrikaði í hvert sinn sem ég reyndi það.
Stundi seinna stóð ég upp og labbaði skjálfandi að bakkanum. Ég settist niður og áttaði mig á því hve áin væri grunn og hversu heimskulegt þetta hafði verið.
Ég labbaði aftur að heitapottinum og yrti ekki á neinn er ég fór ofan í hann skömmustuleg á svip.
Ég vona að ykur hafi fundist þessi frásögn skemmtandi, og plís ekki koma með einhver skítakomment á stafsettninguna mina eða annað. Takk.
Kv. Juicebox