Líf í rúst
Ég stend við rúmið og pakka eigunum mínum í tösku. er að fara að fytja til einhverrar frænku. Allt byrjaði fyrir stuttu þegar ég kem að mömmu liggjandi á eldhús gólfinu meðvitundarlausa. Hún er síðan flutt á spítala og nær aftur meðvitund. Hún talar við mig einann og segir að hún og pabbi séu að skilja því hann haldi framhjá. Síðan deyr hún stuttu seinna en læknirinn komst að því að það var útaf ofneyslu lyfja. Ég sat lengi við mömmu og horfði á hana og hugsaði að ég myndi aldrei sjá hana aftur. Litla systir mín tók þessu svo illa að hún fór að heiman. Hún hafði verið týnd í mánuð þegar lögreglu menn koma að henni uti í skógi þar sem hún er orðin geðveik. Við förum með hana heim eða á nýja heimilið því pabbi þurfti að flytja með okkur í litla íbúð í blokk. Litla systir fyrirfór sér stuttu seinna en læknar höfðu sagt að hún væri orðin svo biluð að það mætti ekki líta af henni. Pabbi hafði svo auðvitað ekki fylgt því og við komum að henni látinni inni í svefnherbergi. Pabbi var síðan eftir það talinn ekki nógu ábyrgðarfullur og ég er núna tekinn frá honum og færð út á land því þeir vilja ekki hafa mig í nágreninnu. Einhver frænka ætlar að taka mig að sér. svona getur líf manns breyst á litlum tíma.