Hann var allveg að sofna, hann þurfti að klára verkefnið en hann var með allgjöra stíflu, gat ekki neitt enda er ekkert að létt að finna nýtt útlit á þotubílum. Já hann var arkitekt og sá var góður því að hann var valinn besti arkitekt Evrópu 2021, en núna eru liðin 2 ár síðan og frumleikni hans farin að dofna. Hann fór útá svalir en sá ekkert út því allt var grátt, grátt af mengun sem var búin að safnast saman í þessi mörg ár. Honum líkaði líf sitt. Hann var með allt eins og hann vildi hafa það. En lífið var helvíti fyrir flest aðra, Bandaríkin eru í rústi og hryðjuverkamenn búnir að taka yfir Suður-Ameríku. Norðursjór svo mikið mengaður að enginn dýr lifa né þar nálagt. Fuglaflensan stökkbreyttist og um það bil 10.000 manns deyja einungis útaf henni á mánuði. Nei sko, þar fékk hann þessa snildarlegu hugmynd um þotubílinn og hann fór aftur inn, í hornið þar sem mengunarhreinsivélin fór ferlið og tók hann sér síðan tölfu, ójá ekki er hægt að lifa í svona megaðri veröld án pillanna sem hjálpa manni. Hann sest við vinnuborðið og byrjar að krassa, krassar og krassar tekur blaðið og horfir á það, það færist yfir hann glott, glaðlegt glott um leið og hann hugsar hvort það væri ekki kauphækkun á leiðinni með þessu.
*ringringring* Vekjaraklukkan hringir, honum hefur verið að dreyma, hann reisir sig við og lítur á klukkuna og hugsar hve æðislegur draumur þetta hafi verið. En hann fór og klæddi sig og lagði á stað í vinnuna, ömurlegustu vinnu sem hann getur hugsað sér, beitningarskúrinn var í augsýn og enþá hugsar hann um drauminn, hann hugsar að getur teiknað af hverju ekki að reyna á það, gerast arkitekt og hanna þotubíla í framtíðinni.
Þetta var núna hans fyrsti og stærsti draumur. Hann heilsaði vinnufélugum sínum brosandi útá eyrum.