Hún sat í hægindastólnum og grét. Hann gekk framhjá henni með töskuna í hendinni. Hún leit ekki á hann og hann ekki á hana. Þau sögðu ekki neitt. Það hafði alltaf verið vandamálið. Hann setti töskuna fram á gang og settist hjá henni. Hann tók svo um hana og hélt henni þétt að sér. Hún lagðist á hann og grét enn ákafar. Hún varð að segja eitthvað, hélt hún. Hugsanir fóru að þjóta um hugann á henni enn ekkert sem varð að orðum. Áður en hún vissi var hún hætt að gráta. Ekkert datt henni í hug að segja en minningar fóru að rifjast upp fyrir henni eins og þegar ryk þyrlast upp af vindinum. Hún mundi hvað hún hafði verið einmana, eins og á báti, leitandi að landi. Og svo hafði hún fundið hann og hann leiddi hana til lands. Og nú að var eins og hann hefði kýlt hana í hjartað. Hún hjúfraði sig upp að honum og tók fastar um hann. Og svo kyssti hann hana.
Bætt við 2. júní 2007 - 13:23
PS: þetta á að vera jakkinn…