“góða kvöldið” sagði herra Hesterman stuttorður. Andartakið þegar hann steig inní bygginguna fara rafmagnað, eins og þegar þú setur hausinn uppvið sjónvarp. Hann var bara kominn þarna fyrir eina ástæðu, að ná aftur Gullfánanum. Í anddyrinu stóðu tveir menn, klæddir í flott svört jakkaföt og allt svarta hárið greitt afturábak. Annar þeirra greip í Herra Hesterman og sagði: “Hvað villt þú hingað”.
“ég á pantaðann fund með Dr. Jidler” sagði herra Hesterman. “Dr. Jidler er ekki til taks akkurat núna” sagði dökkklæddi maðurinn, “En hnefinn minn er það hinsvegar !” Á þessu augnabliki dró Herra Hesterman upp byssu og skaut manninn í hausinn, og þegar hinn dökkklæddi maðurinn var að fara ráðast á hann , sparkaði herra Hesterman í punginn á honum. Maðurinn lést samstundis.
Herra Hesterman labbaði að lyftunni. “Úff” hugsaði hann, allt of margir hnappar. Hann leit á hnappana. Á þeim stóð 1, 2 og kjallari.
Herra Hesterman dró upp lítið bréfsnifsi, og á honum stóð: “Fyrsta hæð, klukkan 25:30, Dr. Jidler” Hesterman svitnaði á efrivörinni við tilhugsunnina að þurfa gera svona rosalega mikla ábyrgð, AÐ ÝTA Á RÉTTAN TAKKA !! Í æsku sendi hann ömmu sína til tunglsins alveg óvart með því að ýta á Eject takka í flugvél. Sú minning eltir hann ennþá uppi.
Hann hugsaði með sér “úfff einn tveir eða kjallari, hvað stóð aftur á miðanum?” Hann dró upp bréfsnifsið aftur og leit á það. Ónei ! Svitinn var búinn að káma stafina út ! Núna þurfti hann bara að treysta á minnið. Herra Hesterman ýtti !
Ljósklædd vera tók á móti honum og sagði “ Velkominn í kjallarann .” Á svipstundu breyttist þessi ljósklædda vera í rauðan púka ! “ VELKOMINN Í HELVÍTI !!!!!” var sagt við Hestermann.


Þetta var skrifað á mínum bestu 10 mínutum, helvíti spennuþrungið ;D