Þórunn var fimmtán ára. Þetta var fyrsti dagurinn í skólanum, hún var nýflutt og þekkti engan.
Þegar það kom að íslenskutíma, fengu þau það verkefni að lýsa manneskju sem hafði mikil áhrif á þau. Þórunn valdi móður sína sem fyrirmynd:

“Manneskjan sem er mér efst í huga hefur alltaf haft mest áhrif á mig. Hún bar mig undir belti, fæddi mig og ól. Hún hefur mótað mína persónu hingað til. Þetta er hún móðir mín, auðvitað.
Sagt er að aðrir eigi líka þátt í að móta persónu manns, jafnvel umhverfið líka. Einn hópur segir að við veljum foreldra okkar, annar hópur segir að foreldrarnir hafi valið okkur. En mestu áhrifin hefur móðir mín haft á mig…svo er það ég sem vel mér vini sem hafa svipað skap og hún sjálf. Ég og móðir mín erum ólíkar en náum mjög vel saman, þannig að ég vel mér vini sem eru líka ólíkir mér.
Móðir mín hefur ekkert annað gert en að gera mér gott. Ég launa henni í sömu mynt. Allir eiga sínar góðu og slæmu hliðar, en alltaf er hægt að vinna úr þeim hliðum í sameiningu með því að tala saman- þetta gerum við mæðgurnar,”

Þórunn skilaði grein sinni með bros á vör. Hinir í bekknum sáu þetta bros og vildu forvitnast um þessa nýju bekkjarsystur sína. En þeir notuðu aðra aðferð til þess. Í stað þess að ganga að henni og tala við hana sjálfa, brutust 3 stelpur inn í stofuna á meðan frímínútur voru og lásu greinina hennar. Eftir þetta var Þórunn lögð í einelti fyrir að vera algjör mömmustelpa. Eineltið náði svo langt, að eftir 6 mánuði lenti Þórunn inn á geðdeild. Hún fékk MIKIÐ áfall. Sjálfsmynd hennar var lögð í rúst og hún átti ekki afturkvæmt. Það tók heila ævi fyrir hana að fá góða sjálfsmynd á sig aftur og samanlímt mannorð sem varð að dufti á sínum tíma. Hún hætti algjörlega að hugsa um útlitið, þessi fallega stelpa og hún varð eins og beinagrind. Reynt var að finna ráð gegn einelti en það gekk illa. Ómótaðir unglingar, með hormónana alla á fullu í líkamanum voru algjörlega eyðilagðir ef þeim gekk vel í einhverju eða komust í sviðsljósið, t.d. í sjónvarpinu með söng eða leik. Hvernig ætli sumum “rokklingunum” hafi liðið á sínum tíma? Var ekki stutt í að sumir þeirra voru að verða unglingar? Var ekkert sagt við þá þegar þeir mættu í skólann? Héldu allir mikið upp á þá, voru ekki sumir afbrýðisamir og lögðu einhverja af þeim í einelti?

Endi