Hæ, ég heiti Rex og er gullfiskurinn hennar girlygirl, mig langar að segja ykkur aðeins frá mér, minn dagur byrjar oftast á því að ég syndi, svo syndi ég meira, ég fæ flögur í morgunmat, en mamma er nísk, hún vill ekki að ég stækki of hratt, svo syndi ég meira. Í búrinu mínu eru þrír léttir fjólubláir steinar sem ég hef mjög gaman af að hreyfa, ég vil vera innanhúsarkitekt! Þessvegna er ég alltaf að breyta hjá mér.
Ég syndi einstaklega mikið, mér finnst það ekkert svakalega gaman en ég verð víst að gera það, enda er ég fiskur… ég vildi að ég gæti farið úr búrinu. Jæja, nú er kominn kvöldmatur og ég ætla að fara að éta flögurnar mínar. Bæbæ!<br><br>Skoðið heimasíðuna mína, takið þátt í könnuninni og skrifið ykkur í gestabókina mína!!
Just ask yourself: WWCD!