SEINASTA DAGBÓKARFÆRSLAN
27. desember 2006
Kl: 19:44

Sit ein inní herberbergi, aðeins ég og þú kæra dagbók. Þú hefur reynst mér svo góður vinur í gegnum tíðina. Fyrst eftir áfallið fékk ég sálfræðing, sem ég hitti einu sinni í viku og allt gekk vel. Að sjálfsögðu valdi ég það ekki sjálf, neii, mamma og amma ákváðu það fyrir mig, sögðu að það væri best. En svo fór ég að hitta þau aftur, krakkana. Það hafði mjög slæm áhrif á mig og jáá, allt fór úr böndunum.
Þá sendu þær mig til geðlæknis, eins og það myndi hjálpa. Tvisvar í viku fór ég og hitti þennan skrýtna mann sem talaði við mig um slysið, eins og það væri það sem ég vildi tala um á þessari stundu. Ég var ekki tilbúin.
En svo kom afi heim með þig, og þú breyttir lífi mínu. Ég skrifaði allt í þig, skemmtilegt eða sorglegt, bara hreinlega allt. Aðalega sorglegt að vísu.
En þú veist of mikið, geymir í þér of margar slæmar minningar sem ég vil gleyma. Þess vegna verð ég að henda þér. Mér þykir það leitt, kæra dagbók…
bless
-Allý
Numbing the pain for a while will make it worse when you finally feel it -Albus Dumbledore