Hún hleypur eftir blauta grasinu, skref eftir skref, fæturnir eru löngu orðnir gegndrepa og gulir fíflar búnir að festa sig við reimarnar, en henni er sama. ?etta er stundin hennar og tíminn hennar, þar sem hún hleypur í burtu frá öllu. Enginn getur tekið það frá henni að nú er það bara hún, án allra vandamálanna. Hún var búin að gleyma hvað rigningin væri æðisleg. Það er svo langt síðan hún gerði þetta síðast, hlaupa bara út og hverfa. Gerði það örugglega seinast þegar hún var 10 ára og fór alltaf út þegar rigndi að týna blóm, kannski ekki það gáfaðasta sem hægt væri að gera.
Grasið náði alveg upp að hnjám og kitluðu hana, ?egar hún labbaði í pilsinu sínu um engið og lagðist svo í grasið. Hún starði á skýin. En hvað lífið væri auðvelt ef að maður væri ský, maður svifi bara framhjá og þyrfti ekki að hugsa um neitt vont. Á meðan hún lætur sig dreyma heyrir hún að einhver labbar að henni. Þetta er hann, hann hefur ellt hana. Einhvernveginn fattar hann alltaf þegar eitthvað er að. Hann lagðist niður við hliðina á henni í grasið og þau horfðu á skýin, engin orð þurftu að vera töluð. Hann tók um höndina hennar og lá kyrr. Það var þægilegt að láta einhvern halda í hendina sína. Maður varð einhvernveginn svo miklu öruggara. Það var eins og ekkert gæti hrætt hana núna eða meitt. Hún var örugg. Af hverju getur hún ekki verið ánægð með það sem hún hefur. Hún hefur hann, er það ekki nóg? Hann er svo góður og ljúfur og stundum verður hún hrædd um að hann sé alltof góður fyrir hana. Tárin byrja að renna. Hún veit ekki af hverju. Henni finnst hún vera algjör vælukjói. Þetta þarf alltaf að fara svona. Hún heldur að hann skilja hana ekki, en hún hefur rangt fyrir sér. Hann þekkir hana jafnvel betur hún sjálfan sig. Hvað myndi hún gera án hans? ef hann myndi allt í einu fara? hverfa? Hún gæti ekki afborið það. Hún myndi þá hverfa líka.
“Death smiles at us all, the only thing man can do is smile at it back”